Hakkabollur með ljúffengri hvítlauks-jógúrt sósu

Mið-austurlensk veisla í þremur pörtum – Hér er uppskrift af ljúffengum hakkabollum ásamt hvítlauks-jógúrt sósu.

Það má nota hvaða hakk sem er í bollurnar en venjan er að nota lambahakk. Við notum hér Anamma formbar hakk sem er mótanlegt hakk gert úr jurtum og baunum. Það bragðast stórkostlega vel.

Hráefnið (vantar papríkuduft á mynd)

Ljúffengar hakkabollur

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Ljúffengar mið-austurlenskar hakkabollur


Það er dásamlegt að njóta með tabbouleh, muhammara sósu, hvítlauks jógúrtsósu og flatbrauði.

Ingredients

  • 600gr afþýtt Anamma formbar fårs hakk
  • 1 stór saxaður skarlottulaukur
  • 1 1/2 dl furuhnetur eða panko brauðrasp
  • 1 egg
  • 1 stórt búnt ferskt kóríander eða steinselja, saxað
  • 1 1/2 dl kúrenur (má nota rúsínur, en hafið þær smáar)
  • 2 tsk Cumin
  • 2 tsk kóríander duft
  • 2 tsk papríkuduft (vantar á mynd)
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk túrmerik
  • 1/2 tsk kanill
  • Olía til steikingar
  • Mynta (eftir steikingu)

Directions

  1. Afþýðið hakkið
  2. Saxið laukinn
  3. Blandið öllu hráefninu saman og myndið bollur
  4. Steikið bollurnar á miðlungsheitri pönnu í olíu (eða ghee) þar til gullin brúnt
  5. Passið að steikja bollurnar ekki of lengi svo þær verði ekki þurrar
  6. Saxið myntu og stráið yfir

Hvítlauks jógúrtsósan er einföld og má nota sem meðlæti með hakkabollum, grillmatnum, ofan á hamborgara eða með kartöflum. Tilvalið að bæta myntu við hana fyrir enn meiri ferskleika.

Hvítlauks-jógúrtsósa

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Einfölt og gómsæt hvítlauks-jógúrtsósa


Sósan er einföld og tilvalin sem meðlæti með hakkabollum, grillmatnum, ofan á hamborgara eða með kartöflum. Fyrir auka ferskleika er um að gera að bæta út í hana smá myntu.

Ingredients

  • 6 msk grískt jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 pressaður hvítlauksgeiri
  • Safi úr einni lime
  • Smá salt
  • Fersk mynta (val)

Directions

  1. Hrærið allt hráefni saman og smakkið til með salti og lime

Njótið með Tabbouleh, Muhammara sósu og flatbrauði. Allar þessar uppskriftir eru hér á síðunni undir ,,Mið-austurlenskir réttir”

Leave a comment