Muhammara sósa

Mið-austurlensk veisla í þremur pörtum – Hér er uppskrift af ljúffengri sósu sem kallast Muhammara.

Muhammara sósuna má nota sem ídýfu fyrir flatbrauð eða sem sósu með hakkabollum. Hún er sterk, sæt og djúsí og ótrúlega gaman að búa hana til. Þið sjáið ekki eftir að prófa þessa uppskrift.

Granateplamólassi og aleppo pipar fæst í Istanbúl market á Grensásvegi.

Hráefni Muhammara sósu
Papríkan grilluð þar til svört, húðin skafin af og fræhreinsað
Muhammara sósuna má sjá neðst til hægri á þessu fallega á veisluborði.

Muhammara sósa

  • Servings: 4
  • Difficulty: Meðal
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Mið-austurlensk Muhammara sósa


Sósuna má nota sem ídýfu fyrir flatbrauð eða sem sósu með hakkabollum.

Ingredients

  • 2 stórar rauðar papríkur
  • 4 msk ólífuolía
  • 180 gr valhnetur, þurrristaðar á pönnu
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 vorlaukar, skornir gróft
  • 3 msk tómatpúrra
  • 3 msk granateplamólassi
  • 2 tsk malaður aleppo pipar
  • 1 tsk sykur
  • 1 1/2 tsk sumac krydd
  • 1 tsk salt
  • 1 1/2 tsk cumin

Directions

  1. Grillið papríkurnar þar til svartar að utan
  2. Ef grill er ekki til staðar er hægt að baka í ofni og flambera
  3. Einnig er hægt að prentta hana beint á gashellu
  4. Setjið brenndar papríkurnar í fjölnota plastpoka og lokið pokanum
  5. Leyfið papríkunum að svitna aðeins í pokanum svo auðvelt sé að ná húðinni af
  6. Gott er að nýta tímann hér og þurrrista valhneturnar á þessum tímapunkti
  7. Skafið húðina af papríkunum og fræhreinsið. Gott er að nota óbeittu hliðina á hnífnum í að skafa húðina af
  8. Setjið papríkurnar í blandara eða matvinnsluvél ásamt ristuðu valhnetum og restinni af innihaldsefnunum
  9. Blandið vel þar til verður að sósu og smakkið til með kryddum og granateplamólassa

Leave a comment