Tabbouleh

Mið-austurlensk veisla í þremur pörtum – Hér er uppskrift af dásamlegu Tabbouleh sem er ferskt mið-austurlenskt salat þar sem bulgur og steinselja fá að njóta sín ásamt hvítlauks-jógúrtsósu.

Tabbouleh er gert með Bulgur en það er hægt að nota kínóa líka. Það má leika sér með þessa uppskrift og bæta t.d. við gúrkum eða smátt skornum papríkum. Gott meðlæti með hakkabollum, fiski, grænmetisbuffi og alls konar.

Hráefni fyrir einfalt Tabbouleh salat

Tabbouleh

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Mið-austurlenskt Tabbouleh


Tabbouleh má nota sem meðlæti með fiski, hakkabollum, grænmetisbuffi og margt fleira.

Ingredients

  • 2 dl bulgur, soðnar í vatni með 1 tsk af salti eftir leiðbeiningum á pakka
  • 10 litlir tómatar, fræhreinsaðir og smátt skornir
  • 1 stór skarlottulaukur, smátt saxaður
  • 1 búnt fersk steinselja, smátt söxuð
  • 1 búnt fersk mynta, smátt söxuð
  • Safi úr einu lime
  • 4 msk olía

Directions

  1. Sjóðið bulgur með 1 tsk af salti eftir leiðbeiningum á pakka
  2. Fræhreinsið tómata og skerið smátt
  3. Saxið lauk, steinselju og myntu
  4. Setjið allt saman í skál, bætið olíu ofan í ásamt kreistum lime safa
  5. Smakkið til með salti og lime safa

Njótið!

Leave a comment