Taco veisla vistkera

Taco veisla vistkera með blómkáls-shawarma og svartbaunum.

Veislan samanstendur af nokkrum litlum einföldum uppskriftum sem koma svo saman sem ein heild ofan á litlar tortillur.

  • Litlar tortillur
  • Blómkáls-shawarma
  • Maukaðar svartbaunir
  • Hraðpikklaður rauðlaukur
  • Jógúrt-chipotle sósa
  • Pico de gallo
  • Guacamole
  • Toppað með:
    • Smátt skornu mango
    • Ferskum lime-safa
    • Tortilla chips

Ótrúlega ljúffeng, holl og fljótleg veisla sem gleður bragðlaukana. Tilvalið í sumar eða bara sem geggjaður föstudagsmatur.

Hitið tortillur í ofni. Setjið allt ofan á og njótið þessa ljúffengu mið-austurlensku og mexíkósku blöndu.

Taco veisla vistkera

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Taco veisla vistkera

Blómkáls-shawarma

Ingredients

  • Hálfur blómkálshaus
  • 2 msk shawarma kryddblanda
  • 4 msk bragðlaus olía
  • Lime safi
  • Salt

Directions

  1. Skerið blómkálshaus í toppa
  2. Blandið 2 msk af shawarma-kryddblöndu við 4 msk af olíu í skál
  3. Makið blómkálstoppum upp úr blöndunni
  4. Bakið við 200° í 20-25 mín
  5. Stráið örlitlu salti yfir í lokin og smávegis af lime-safa


Maukaðar svartbaunir

Ingredients

  • 1 dós svartbaunir
  • 1 tsk cumin duft
  • Ferskur kóríander
  • Olía til steikingar

Directions

  1. Skolið svartbaunirnar
  2. Steikið baunirnar í fáeinar mínútur upp úr örlítilli olíu, kryddið með cumin og smassið baunirnar með gaffli þannig að hluti þeirra sé maukaður
  3. Setjið í skál og stráið kóríander yfir


Hraðpikklaður rauðlaukur

Ingredients

  • 1 rauðlaukur
  • 1 msk sykur
  • 1 dl eplasíderedik
  • Salt

Directions

  1. Skerið rauðlauk í þunna strimla og setjið í skál
  2. Hellið yfir 1 dl af eplasíderediki, 1 msk af sykri og smávegis salti
  3. Hrærið saman og leyfið að standa í smá stund þar til rauðlaukurinn er orðinn fallega bleikur
  4. Einnig er gott að bragðbæta með smá sítrónusafa

Jógúrt-chipotle sósa

Ingredients

  • 4 msk jógúrt
  • 1-2 msk chipotle mauk
  • Salt
  • Safi úr hálfri lime

Directions

  1. Hrærið saman jógúrti og chipotle mauki. Bragðbætið með örlitlum lime safa þar til þið eruð sátt


Pico de gallo

Ingredients

  • 1 lítill hvítur laukur eða skarlottulaukur
  • 2 tómatar
  • Safi úr hálfri lime
  • Kóríander (eins mikið og þú vilt)
  • Salt

Directions

  1. Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt


Guacamole

Ingredients

  • 1 skarlottulaukur
  • 3 lítil avocado
  • 3 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 tsk hvítur pipar
  • Safi úr hálfri lime
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Skerið lauk smátt
  2. Maukið avocado
  3. Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
  4. Smakkið til þar til þið eruð ánægð


Toppað með

Ingredients

  • Smátt skorið mango
  • Ferskur lime safi
  • Tortilla flögur

Directions

  1. Mundu eftir að toppa tortillurnar með smátt skornu mango, ferskum lime-safa og tortilla flögum.

Njótið!

Leave a comment