Ísskápstiltekt leiddi til ljúffengs trufflupasta með piccolo tómötum, shiitake sveppum og ferskri basiliku. Einföld og bragðgóð uppskrift.
Trufflað sumarpasta

Einfalt trufflað sumarpasta
Trufflað sumarpasta
Ingredients
- Einn pakki trufflupasta eða venjulegt tagliatelle
- Notið truffluolíu ef notað er venjulegt pasta
- Olía til steikingar
- Ólífuolía
- Hvítlauksgeiri, saxaður
- Grænn chili pipar, saxaður
- Ein askja shiitake sveppir, skornir niður
- Ein askja piccolo tómatar
- Fersk steinselja
- Fersk basilika
- Salt og pipar
- Parmesan ostur
Directions
- Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka
- Skerið sveppi niður og steikið upp úr olíu, hvítlauk og chilipipar
- Þegar sveppirnir hafa tekið á sig lit, bætið tómötum á pönnuna og leyfið þeim að mýkjast. Passið að steikja tómatana ekki of lengi, við viljum að þeir haldi formi
- Bætið smá steinselju á pönnuna rétt áður en tómatarnir eru tilbúnir
- Smakkið til með salti og pipar
- Bætið pastanu út á pönnuna og smá olífuolíu samanvið svo pastað dragi í sig safann af pönnunni
- Berið fram með ferskri basiliku og parmesan osti
- Setjið nokkra dropa af truffluolíu yfir í lokin ef notað var venjulegt pasta
Ferskt salat
Ingredients
- Rósasalat
- Romaine kál
- Hálft avocado
- Granateplafræ
- Salatlaukur – Ólífuolía
- Örlítið balsamik edik
- Salt og pipar
Directions
- Skerið avocado og salatlauk smátt
- Blandið öllum hráefnum saman í skál
- Njótið

