Lax + jarð(epli) + dill.

Pönnusteiktur lax með sætkartöflumús toppað með eplabitum og dillolíu. Einfaldur, litríkur og heilsusamlegur kvöldmatur. Fjólubláar sætar kartöflur lyfta disknum upp á annað plan, en hægt er að nota hvaða kartöflur sem er. Svo er frábært að skreyta diskinn enn frekar, til dæmis með fallegum heimaræktuðum karsa (sem við áttum reyndar ekki til í þetta sinn).

Við völdum lax í þetta skiptið en bleikja myndi einnig henta mjög vel.

Lax+Jarð(epli)+Dill

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Pönnusteiktur lax með sætkartöflumús toppað með eplabitum og dillolíu.


Sætkartöflumús

Ingredients

  • 1 stór sæt kartafla, fjólublá
  • Smjör
  • 1 msk eplaedik
  • Salt og pipar

Directions

  1. Skrælið og skerið kartöflu í ca 2 cm stóra bita og sjóðið í vatni með smá salti (Enn betra að baka kartöfluna í ofni)
  2. Þegar kartaflan er tilbúin (þegar hnífsoddur rennur í gegnum bitana án pressu) hellið vatni frá
  3. Setjið kartöflubita í gegnum kartöflupressu eða stappið þær vel og setjið þær aftur í pottinn
  4. Bætið við smjöri og hrærið (því meira því betra 🙂 )
  5. Bragðbætið með ögn af eplaediki og salt og pipar


Lax

Ingredients

  • Ferskt laxaflak (magn fer eftir fjölda fólks í mat), skorið í 200 gr bita per einstakling
  • Salt
  • Olía til steikningar
  • Safi úr einni sítrónu

Directions

  1. Skerið laxaflak í 100-200gr bita eftir smekk
  2. Saltið
  3. Hitið olíu á pönnu við rúmlega meðalháan hita (t.d. 7 af 9)
  4. Steikið lax á pönnu í 3 mín á hvorri hlið (fer aðeins eftir þykkt). Passið að ofelda ekki fiskinn, hann þarf ekki mikinn tíma.
  5. Setjið ferskan sítrónusafa yfir bitana, gott er að rífa örlífið af sítrónuberki yfir


Dillolía

Ingredients

  • 250 ml ólífuolía
  • 50 gr ferskt dill (sólselja)

Directions

  1. Skrælið og skerið kartöflu í ca 2 cm stóra bita og sjóðið í vatni með smá salti (Enn betra að baka kartöfluna í ofni)
  2. Þegar kartaflan er tilbúin (þegar hnífsoddur rennur í gegnum bitana án pressu) hellið vatni frá
  3. Setjið kartöflubita í gegnum kartöflupressu eða stappið þær vel og setjið þær aftur í pottinn
  4. Bætið við smjöri og hrærið (því meira því betra 🙂 )
  5. Bragðbætið með ögn af eplaediki og salt og pipar

Epli

Ingredients

  • Grænt epli

Directions

  1. Afhýðið epli og skerið í litla bita

Setjið sætkartöflumús á miðjan disk, setjið laxabita ofan á músina og toppið með skornum grænum eplum og dillolíu.

Njótið!

Leave a comment