Þessi uppskrift er innblásin af heimsókn okkar á Sumac á Laugarveginum. Bakaða blómkálið kemur öllum á óvart og hentar vel sem aðalréttur. Tilvalið að hafa flatbrauð og hummus sem meðlæti. Hálft stórt blómkál passar fyrir einn fullorðinn ásamt meðlæti.
Bakað blómkál

Guðdómlegt bakað blómkál sem kemur öllum á óvart.
Blómkál
Ingredients
- 1 stór blómkálshaus, skorinn í tvennt
- Ólífuolía
- Sumac krydd
- Safi út hálfri sítrónu
- Granateplafræ
- Möndluflögur, þurrristaðar á pönnu
Directions
- Hitið ofn í 190°með blæstri
- Skerið blómkál til helminga og kreistið sítrónusafa yfir, saltið og berið olíu yfir helmingana þannig að olían þekji yfirborðið
- Kryddið með sumac kryddi
- Bakið í miðjum ofni í ca 20-30 mín eða þar til blómkálið er fallega gyllt og mjúkt að innan
Tahini sósa
Ingredients
- 1/2 krukka gott tahini (helst ljóst). Við mælum með Tahini frá Istanbul Market á Grensásvegi.
- 4 hvítlauksgeirar
- Safi úr hálfri sítrónu
- 1/2 tsk salt
- Klípa af cumin kryddi
- Ísvatn, ískalt vatn sett ofan í skál með nokkrum klökum
Directions
- Saxið hvítlauk smátt og setjið í litla skál með sítrónusafanum. Leyfið hvítlauknum að marinerast í 10 mín
- Sigtið hvítlaukinn frá, passið að pressa allan safa úr hvítlauknum til að fá allt bragðið ofan í sítrónusafann, fjarlægið hvítlaukinn
- Bætið tahini, salti og cumen saman við sítrónusafann og hrærið vel
- Bætið tveimur matskeiðum af ísvatni við blönduna og hrærið vel
- Bætið öðrum tveimur matskeiðum af ísvatni saman við og hrærið. Endirtakið þangað til blandan er orðin silkimjúl og ljós á lit
- Smakkið til með sítrónu, salti og cumen
- Setjið blómkálshelminga á disk og smyrjið tahini sósunni yfir blómkálið. Strái ðsíðan þurrristuðum möndluflögum yfir ásamt granateplafræjum.

