Heimagert sætkartöflusnakk

Þetta sætkartöflusnakk kom virkilega skemmtilega á óvart. Frábært sem snakk eitt og sér eða sem meðlæti og gefur ýmsum réttum þetta „kröns“ sem vantar oft. Þegar við djúpsteikjum kartöflum glerjast þær.

Mikið af snakkinu sem við fáum í búðum inniheldur pálmaolíu og viljum við gera okkar besta til að forðst það og helst sniðganga.

Kartöflurnar fyrir steikingu
Kartöflurnar tilbúnar til átu

Sætkartöflusnakk

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Þetta sætkartöflusnakk kom skemmtilega á óvart.


Hægt er að nota venjulega sæta kartöflu eða gullauga í stað fjólubláu sætu kartöflunnar, en fjóliblái liturinn gefur þessu skemmtilegt yfirbragð.

Ingredients

  • 1 sæt kartafla, fjólublá í þessu tilviki
  • Bragðlaus steikningarolía
  • Salt

Directions

  1. Afhýðið kartöfluna
  2. Skerið með mandolíni í þunnar sneiðar ofan í skál með ísköldu vatni
  3. Látið bíða í kalda vatninu í 30 mín
  4. Hellið vatninu af
  5. Setjið nýtt vatn í skálina með sneiðunum og bætið 3msk af salti í vatnið
  6. Látið standa aðrar 30 mín
  7. Hellið vatninu af
  8. Þerrið sneiðarnar vel
  9. Hitið olíu í potti við 175° og steikið sneiðarnar í litlum skömmtum
  10. Passið að olían kólnar meira ef mikið er sett út í hana í einu, við viljum halda olíunni heitri
  11. Þerrið sneiðarnar á pappír og leyfið þeim að kólna
  12. Saltið

Leave a comment