Hægeldaðir tómatar

Þessir hægelduðu tómatar byrjuðu sem meðlæti ofan í tómatsúpu og eru orðnir ómissandi í ísskápinn okkar í dag.

Notist sem álegg á pizzu, ofan í salat, ofan í tómatsúpu eða jafnvel sem snarl á milli máltíða. Þeir endast mjög vel í lokuðu íláti.

Við kaupum oft heilsu-, piccolo- eða kirsuberjatómata á síðasta sjens í matvörubúðunum því þeir henta svo vel í þessa uppskrift.

Bakaðir tómatar

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Hægeldaðir tómatar með hvítlauksolíu, blóðbergi og flórsykri

Hægt er að nota ýmsar tegundir tómata í þessa uppskrift, en við notum yfirleitt þessa minni (piccolo-, heilsu- eða kirsuberjatómata).

Ingredients

  • 2-3 öskjur af litlum tómötum
  • 3-4 stilkar ferskt blóðberg (e. timian)
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • Ólífuolía
  • Flórsykur

Directions

  1. Hitið ofninn í 110°með blæstri
  2. Kreistið hvítlauksgeira ofan í litla skál
  3. Bætið ólífuolíu í skálina og hrærið hvítlauknum saman við, setjið til hliðar
  4. Skerið tómata í tvennt og raðiðr í eldfast mót
  5. Dreifið hvítlauksolíunni yfir tómatana
  6. Setjið blóðbergsstilka ofan á
  7. Dreifið flórsykri yfir þannig að það sé smá snjór yfir öllum tómötunum
  8. Bakið tómatana í miðjum ofni í 3 klst

One thought on “Hægeldaðir tómatar

  1. Pingback: Dásamleg fjallableikja | VISTKERAR

Leave a comment