Dásamleg fjallableikja

Dásamleg fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.

Fjallableikja

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.


Bleikjan

Ingredients

  • 2 fersk bleikjuflök
  • Möndluflögur, þurrristaðar á pönnu
  • Grænn chili, skorinn í litla bita
  • Limesafi úr hálfu lime
  • Salt
  • 2 msk olía til steikingar

Directions

  1. Skolið og þerrið fiskinn og stráið svo flögusalti yfir
  2. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita
  3. Steikið fiskinn á roðinu allan tímann
  4. Á meðan fiskurinn eldast er möndluflögum og chili stráð yfir fiskinn
  5. Þegar fiskurinn er fulleldaður er lime safa kreist yfir
  6. Fiskurinn ætti að vera með stökkt roð og ljósbleikur að ofan


Kínóa

Ingredients

  • 1 dl kínóa
  • 2 dl vatn
  • 1/2 grænmetisteningur
  • Klípa af Saffran
  • Smá salt
  • 1 msk þurrkaðar döðlur
  • Steinselja

Directions

  1. Setjið kínóa, vatn, hálfan grænmetistening, smá salt og saffran í pott með loki
  2. Leyfið suðu að koma upp og lækkið hitann en hafið pottinn lokaðan á meðan
  3. Leyfið kínóa að sjóða í 15 mín
  4. Takið af hellunni og leyfið að standa lokuðu í 5 mín
  5. Notið gaffal til að hræra döðlum saman við og stráið ferskri steinselju yfir


Sósa

Ingredients

  • 4 msk grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
  • Safi úr hálfri lime
  • Smá salt
  • 1 tsk hunang

Directions

  1. Blandið öllum hráefnum saman í litla skál og látið standa í nokkrar mínútur


Salat

Ingredients

  • Rósasalatblöð
  • Romaine salatblöð
  • 2 msk granateplafræ
  • 1/4 salatlaukur, smátt skorinn
  • 1/2 grænn chili, smátt skorinn
  • Góð ólífuolía
  • Smá sletta balsamic edik
  • Salt og pipar
  • Bakaðir tómatar (sjá uppskrift á síðunni „Hægeldaðir tómatar”, https://vistkerar.is/2021/05/18/haegeldadir-tomatar/ )

Directions

  1. Setjið öll hráefnin saman í miðlungsstóra skál

Leave a comment