Lang vinsælasta uppskriftin okkar, enda virkilega gómsætt og kemur öllum á óvart.
Klístrað tófu á hrísgrjónabeði toppað með vorlauk, kóríander, chili, hnetum og lime.
Við fengum svona í matarboði hjá vinum okkar og þetta var svo unaðslega gott að við gerðum þetta aftur sömu vikuna. Þá gátum við ekki beðið eftir að byrja að borða að við gleymdum að taka almennilegar myndir. Vikuna eftir gerðum við réttinn fyrir fjölskylduna þar sem eru nokkrir matvandir sem gúffuðu þessu í sig og ekkert var eftir – Það er aldrei afgangur settur í ísskápinn þegar þessi réttur er í matinn.
Það er mikilvægt að kreysta allan safa úr tófúinu áður en það er notað. Við eigum það sem kallast tófúpressa sem gjörbreytir leiknum, en áður en við eignuðumst hana þá settum við tófúkubbinn í viskastykki og bækur ofan kubbinn og létum bíða í 20 mín. Ef þið hafið ekki tíma fyrir slíkt þá má alveg nota kubbinn beint, en þá verður áferðin aðeins mýkri.
Til að gera réttinn vegan þá þarf að skipta út smjörinu fyrir vegan smjör.



Klístrað tófú

Klístrað tófu á hrísgrjónabeði toppað með vorlauk, kóríander, chili, hnetum og lime.
Þetta er lang vinsælasta uppskriftin okkar enda mjög einföld og gleður bragðlaukana.
Ingredients
- 400gr stíft (firm) tofu, þerrað og skorið í litla ferninga
- Olía til steikingar
- Maisenamjöl
- 5 msk smjör (eða vegan smjör)
- 6 litlir skarlottulaukar, smátt saxaðir
- 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
- 1,5 msk ferskur engifer, smátt saxaður
- 10 msk soya sósa
- 2 msk sykur
- 2 msk mulinn pipar (í morteli)
- Rauður chili, smátt skorinn
- 6 virlaukar, skornir í 3 mm bita
- Toppað með:
- 1 búnt kóríander, saxað
- 1 rauður chili, smátt skorinn (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)
- 4 msk brotnar ristaðar kasjúhnetur, hnetur eða möndlur (gott að nota bara það sem er til :))
- 2 vorlaukar, skornir í 3 mm bita
- 1 lime, skorið í báta
Directions
- Ef tími gefst er gott að pressa tófúið og þerra það vel áður en það er skorið í ferninga
- Stráið maizenamjöli yfir tófúbitana þannig að það þekji bitana vel
- Hitið olíu á miðlungshita
- Steikið tófúbitana þar til gullin brúnt á öllum hliðum (gott extra stökkt)
- Setjið tófú til hliðar og fjarlægið olíuna af pönnunni
- Setjið smá olíu á pönnuna ásamt 4 msk af smjöri, hitið á miðlungshita
- Steikið saxaða laukinn, hvítlauk og engifer þar til mjúkt
- Bætið krömdum pipar og sykri út á pönnuna og hrærið
- Þegar sykurinn hefur bráðnað er 10msk af soya sósu bætt út í
- Hrærið öllu saman og bætið svo við chili og vorlauk
- Bætið nú tófúinu saman við þannig að allir bitarnir verða þaktir sósunni
- Bætið 1 msk af smjöri út á og leyfið því að bráðna á meðan hrært er
- Njótið með hrísgrjónum og toppið með ferskum vorlauk, kóríander, hnetum, chili og kreistið lime safa yfir
Njótið!


