Ristuð blómkálssúpa

Ristuð blómkálssúpa toppuð með ristuðum blómkálstoppum, vorlauk og örlitlu múskati.

Þetta er hin fullkomin haustsúpa og sú besta sem við höfum smakkað, án efa.

ATH uppskriftin passar fyrir tvo. Mun gera tvöfalda uppskrift næst.

Berið fram með góðu brauði – Njótið kæru Vistkerar.

Hluti hráefnisins

Ristuð blómkálssúpa

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Ristuð blómkálssúpa toppuð með ristuðum blómkálstoppum, vorlauk og örlitlu múskati


ATH þessi uppskrift hentar fyrir tvo

Ingredients

  • 1 stk blómkálshaus, skorinn í blómkálstoppa
  • 1 gulur laukur, saxaður
  • 1 sellerí eða lítill hluti af seljurót, niðurskorið
  • 1 gulrót, niðurskorin
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 grænmetisteningar
  • Olía
  • Salt og pipar
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • Eplasíderedik
  • Smjör
  • Múskat
  • Toppað með:
  • Vorlauk
  • Ristuðum blómkálstoppum
  • Örlitlu múskati

Directions

  1. Sáldrið olíu og salti yfir blómkálstoppa og bakið í 220° heitum ofni í ca 20 mín eða þar til karmelliseraðir
  2. Mýkið niðurskornar gulrætur, lauk, sellerí (eða seljurót) og hvítlauk í olíu í djúpum potti
  3. Útbúið soð með 1,5L af vatni og tveimur grænmetisteningum með því að sjóða það saman í litlum potti
  4. Setjið soð yfir mýkt grænmeti ásamt blómkálstoppum, geymið nokkra til að eiga sem topp yfir súpuna
  5. Leyfið suðu að koma upp og sjóðið í 20 mín
  6. Blandið öllu hráefni saman með töfrasprota
  7. Bætið 2msk af smjöri út í ásamt safa úr hálfri sítrónu og klípu af múskati
  8. Gott er að bæta við skvettu af eplasíderediki í lokin
  9. Toppið súpuskálarnar með blómkálstoppum, vorlauk og örlitlu múskati. Berið fram með góðu brauði.

Njótið!

Leave a comment