Ljúffengt og einfalt basil pestó sem er ómissandi fyrir almennilegn dögurð (e. brunch), í salatið, á samlokur og í tómat basil súpuna okkar.
Við eigum yfirleitt alltaf til basilplöntu á eldhúsborðinu enda notum við basil mjög mikið í matargerð. Þegar plantan er orðin stór og við vitum ekki alveg hvort við séum að fara að nota hana í bráð þá hendum við í þetta pestó og notum það m.a. á brauð með hummus og avocado.



Basil pestó

Einfalt basil pestó
Ómissandi fyrir almennilegn dögurð (e. brunch), í salatið, á samlokur og í tómat basil súpuna.
Ingredients
- 1 búnt ferskt basil
- 85 gr furuhnetur
- 150 gr rifinn parmesan
- 1 hvítlauksgeiri
- Góð ólífuolía
- Salt og smá pipar
Directions
- Setjið allt hráefni í góðan blandara eða matvinnsluvél og blandið saman
- Metið magn ólífuolíu eftir hversu þykkt þið viljið hafa pestóið
Njótið!
