Gult tælenskt karrí

Það er nauðsynlegt að eiga nokkrar „go-to“ uppskriftir eins og þessa. Uppskriftin er einföld og eitthvað sem er tilvalið að nota þegar maður á nokkrar tegundir af afgangs grænmeti sem ekki er ljóst hvað á að gera við.

Grunnurinn með karrímauki
Karrímaukið fæst í Mai Thai á Laugarvegi

Gult tælenskt karrí

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Einfalt gult tælenskt karrí


Gott er að sjóða hrísgrón sem meðlæti.

Ingredients

  • 1 gulur laukur, smátt skorinn
  • 3 gulrætur
  • Rauð papríka
  • 1 stilkur sellerí (val)
  • Olía til steikingar
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • Gult karrí mauk
  • 1 dós kókosmjólk eða 2 kókusmjólkurfernur (sjá mynd)
  • Fiskisósa
  • Ferskur kóríander (eða steinselja)
  • Safi úr lime

Directions

  1. Saxið laukinn og skerið gulrætur og papríku smátt
  2. Steikið lauk upp úr olíu á miðlungshita þar til laukurinn verður mjúkur
  3. Bætið gulrótum, papríku og sellerí ásamt kjúklingabaunum út á pönnuna
  4. Bætið gulu karrí mauki ofan í og hrærið vel
  5. Steikið þar til karrímaukið gefur góðan ilm. Magn karrímauks fer eftir hversu sterkan þú vilt hafa réttinn
  6. Bætið kókosmjólkinni út á pönnuna og leyfið suðu að koma upp og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt
  7. Bragðbætið réttinn með fiskisósu
  8. Stundum er gott að skella smá mauki út í eftir á og leyft að malla ef þið viljið hafa réttinn sterkari
  9. Njótið með hrísgrjónum og toppið með kóríander og smávegis lime safa

Leave a comment