Taco er svo einföld leið til að fá næringarríka, fjölbreytta og einfalda næringu sem hver og einn fjölskyldumeðlimur getur sett saman fyrir sig. Rækjurnar eru marineraðar í lime, olíu, kóríander, chili, cumen og salti sem gerir þær einstaklega ferskar og sumarlegar.
Guacamole finnst okkur algjörlega ómissandi í taco og þessi guacamole uppskrift er sú allra besta að okkar mati. Jógúrtið gerir það einstaklega rjómað og gott.
Þessi uppskrift er fyrir tvo, svo ef þið eruð fleiri þá þurfið þið að gera meira magn.

Rækjutaco

Gómsætt taco með marineruðum rækjum, guacamole, pico de gallo og chili
Marineraðar rækjur. Það má nota þær heilar eða skera þær niður í 2-4 bita eftir steikingu, þannig er hægt að fá fleiri taco út úr færri rækjum.
Ingredients
- 1 pakki frosnar íslenskar rækjur, afþýddar
- Safi úr hálfu lime
- Rifinn limebörkur af hálfu lime
- 1,5msk olía
- 1/4 chili, smátt saxaður
- 3-4 stilkar kóríander, smátt saxað
- 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
- 1/4 tsk cumin duft
- Smá salt
Directions
- Blandið öllum hráefnunum saman og leyfið rækjunum að merinerast í amk 15 mín
- Steikið rækjurnar (án safans af marineringunni) á meðalheitri pönnu í ca 1-1,5 mín eða þar til rækjurnar eru orðnar tilbúnar, passið að ofsteikja þær ekki.
Pico de gallo
Ingredients
- 1 lítill hvítur laukur eða litill skarlottulaukur
- 5 litlir tómatar
- Safi úr hálfri lime
- Kóríander (eins mikið og þú vilt)
- Salt
Directions
- Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt
Guacamole
Ingredients
- 1 skarlottulaukur
- 2 lítil avocado
- 2 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
- 1 tsk hvítur pipar
- 1/2 tsk hvítlauksduft
- Safi úr hálfri sítrónu eða lime
- 1/2 tsk salt
Directions
- Skerið lauk smátt
- Maukið avocado
- Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
- Smakkið til þar til þið eruð ánægð
Toppað með
Ingredients
- 1/4 grænt epli, skorið smátt
- Chili eða jalapeno
- Ferskur feta ostur
- Tortilla snakk
Setjið allt hráefnið saman á litlar tortillur og njótið!




