Gyros wrap er vinsæll grískur réttur sem inniheldur kjöt af lóðréttum snúningsteini (e. rotisserie) sem vafið er inn í pítabrauð ásamt grænmeti og tzatziki sósu. Það sem einkennir bragðgóða tzatziki sósu er agúrkan sem er sett í grískt jógúrt, svo skemmir ekki fyrir hvað hún er holl.
Við ákváðum að prófa að búa til okkar eigin Gyros að hætti Vistkera og gerðum stökka tófubita í stað kjötsins og það sló heldur betur í gegn. Þessi uppskrift er gerð reglulega á heimilinu.
Til að gera réttinn vegan þarf aðeins að skipta út grísku jógúrtinni fyrir vegan-jógúrt.
Vonandi njótið þið jafn vel og við!

Tófú gyros

Grískar gyros með tófú, tzatziki sósu, grænmeti og sýrðum chili
Tófúbitar
Ingredients
- 1 tófúkubbur
- Olía
- Gyros grillkrydd frá Kryddhúsinu
Directions
- Þerrið tófúkubbinn til að ná mestum vökva úr kubbnum. Gott er að nota tófúpressu í þetta en einnig er hægt að vefja tófúkubbinn í viskastykki og setja undir þunga bók í ca 20 mín
- Skerið tófúkubbinn í ferninga og þekjið í olíu og Gyros grillkryddi og látið standa í amk 10 mín, því lengur því betra.
- Steikið bitana upp úr olíu á pönnu þar til bitarnir verða stökkir
Tzatziki sósa
Ingredients
- 2 dl grísk jógúrt (vegan ef þið viljið)
- Hálf agúrka, rifin smátt, smá salt yfir og vatnið kreist úr í aðra skál
- Salt og pipar
- Safi úr hálfri sítrónu
- 1 hvítlauksgeiri, kraminn
- Ferskt dill, smátt skorið
Directions
- Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa
Ingredients
- 2-4 rauðir chili, skornir smátt
- 50 ml hvítvínsedik
- 100 ml vatn
- 50 gr sykur
Directions
- Setjið edik, vatn og sykur í pott og fáið upp suðu
- Setjið ediksblönduna út á chili og geymið í krukku í 1 klst
- Hægt er að geyma sýrðan chili í ísskáp í allt að 2 mánuði
Setjið allt hráefni í pítabrauð (grófu pítabrauðin sem fást í frystinum í Krónunni eru í uppáhaldi) ásamt salatlauk, salati, papríku, fetaosti (eða vegan feta) og toppið svo með smá tabasco sriracha (val).


