Spaghetti marinara – Sjávarréttaspaghettí

Við vorum með þennan rétt á ítölsku kvöldi með fjölskyldunni og allir fengu sér tvisvar á diskinn enda bragðmikill og góður réttur. Uppskriftin er einföld og fljótgerð og er fyrir 4-6 manns.

Þess má geta að mamma (Þórhildar) er einstaklega hæfileikarík þegar kemur að ítalskri matargerð og hún á allan heiðurinn af þessum rétti.

Alvöru ítalskt sjávarréttaspaghettí með tómat grunni.

Takk mamma!

Sjávarréttaspaghettí

  • Servings: 4-6
  • Difficulty: Meðal
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Alvöru ítalskt spaghettí marinara

*Ekki elda bláskel sem er opin þegar hún er tekin út úr frystinum og hendið bláskel sem opnast ekki við eldun

Ingredients

  • 2 msk ólífuolía
  • 12 vel þroskaðir meðalstórir tómatar, ef tómatarnir eru ekki til vel þroskaðir þá myndum við nota 2 dósir af góðum niðursuðutómötum
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir með hvítlaukspressu
  • 3-4 msk tómat púrra
  • 125 ml þurrt hvítvín
  • 500 gr forsoðnar íslenskar rækjur
  • 250 gr litlar hörpuskeljar
  • 250 gr bláskel*
  • 1 dós ansjósur (ca 45gr), olía tekin af og skorið mjög smátt
  • 1 tsk grænmetiskraftur (val)
  • 1 búnt steinselja, smátt söxuð
  • 400 gr spaghettí (ferskt)
  • Salt og pipar
  • Parmesan ostur

Directions

  1. Léttsteikið 250gr af hörpuskel í smávegis olíu og setjið til hliðar (hún þarf ekki að vera elduð alveg í gegn á þessum tímapunkti)
  2. Hitið olíu á sömu pönnu og var notuð til að léttsteikja hörpuskelina og bætið við 2 öskjum af niðurskornum tómötum (eða 2 dósum), 2 hvítlauksgeirum og 3 msk tómatpúrru og leyfið suðu að koma upp.
  3. Leyfið tómat grunninum að sjóða í nokkra stund, eða þar til tómatarnir eru vel eldaðir, ca 10 mín (ef notaðir eru ferskir). Ef notaðar eru dósir þá þarf ekki að sjóða jafn lengi.
  4. Bætið við 125 ml af þurru hvítvíni og sjóðið í 1 mín
  5. Bætið nú öllu sjávarfangi saman við ásamt 1 tsk grænmetiskrafti (val) og sjóðið í 1 mín
  6. Bætið steinselju út á og hrærið
  7. Smakkið til með salti og pipar
  8. Eldið 400gr af fersku spaghettí skv. leiðbeiningum
  9. Berið spaghettí fram sér og sósuna sér – hver og einn getur þá ákveðið magn spaghettí og sósu á sinn disk
  10. Njótið með smávegis rifnum parmesan osti

Njótið vel!

Leave a comment