Við ákváðum að gera eina einfalda, mjög ljúffenga og fjölskylduvæna spaghettí bolognese uppskrift.
Þessi uppskrift er mild og bragðgóð og hitti heldur betur í mark hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
Ef þið eruð með ungt barn þá er ágætt að taka frá fyrir barnið í sér skál áður en bætt er við salti og grænmetistenging

Skammtur tekinn frá fyrir minnsta áður en salti og grænmetistengingi er bætt við sósuna 

Spaghettí Bolognese

Vistkeravænt Spaghettí Bolognese
Ingredients
- 400 gr heilhveiti spaghettí
- 2 msk hitaþolin ólífuolía
- 2 gulrætur
- 1 gulur laukur
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 msk Herbs de Provence krydd
- 1 tsk fennel fræ
- 1 poki vegan hakk (t.d. Gardein eða Anamma)
- 2 dósir góðir tómatar (Mutti)
- 4 msk tómatpúrra
- 1 grænmetisteningur
- 0,5 tsk chili flögur
- 1 tsk papríkuduft
- 1 dl matreiðslurjómi (má sleppa)
- Salt og pipar
- Rifinn Feykir ostur ofan á (má sleppa)
Directions
- Skerið 2 gulrætur, 1 lauk og 2 hvítlauksgeira smátt
- Hitið olíu í góðum potti á miðlungshita
- Svitið gulrætur, lauk og hvítlauk í 10 mín ásamt 1 tsk fennel fræjum og 1 msk Herbs de Provence kryddi, hrærið reglulega þar til grænmetið er orðið mjúkt
- Bætið hakkinu út í og steikið örstutt
- Setjið tómata úr 2 dósum, 4 msk tómatpúrru, 0,5 tsk chili flögur og 1 tsk papríkuduft og 1 dl matreiðslurjóma ofan í pottinn og hrærið vel
- Leyfið suðu að koma upp og sjóðið í 10 mín
- Á þessum tímapunkti er gott að taka til hliðar skammt fyrir þau allra yngstu sem mega ekki fá salt
- Þegar búið er að sjóða sósuna er spaghettí soðið í vel söltu vatni skv. leiðbeiningum á pakka
- Bætið við grænmetistengingi við sósuna og smakkið til með salti, pipar og chili flögum
- Njótið með rifnum Feyki osti
Njótið!
