Saltaðar sítrónur

Saltaðar sítrónur eru lykilatriði ef þú ætlar í Ottolenghi maraþon eins og við.

Að salta (preserve) lengir líftíma þeirra og gerir okkur kleift að nota alla sítrónuna. Notast í kássur, pönnurétti, eftirrétti og margt fleira.

Tilvalið að nota stóru sítrónunetin í Costco eða á „síðasta sjens” til að gera slatta í einu fyrir lítinn pening.

Saltaðar sítrónur

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Saltaðar sítrónur gerir okkur kleift að nota alla sítrónuna

Ingredients

  • Sítrónur, eins margar og komast í krukkuna, þrífa vaxið af með því að setja þær í volgt vatn blandað með matarsóda og sítrónusafa í 5 mín
  • Sjávarsalt

Directions

  1. Þrífa öll áhöld og láta sjóðandi vatn renna á allt, hafa hreinar hendur
  2. Skera sítrónurnar í kross án þess að skera þær alveg í sundur
  3. Setjið sjávarsalt í skurðinn (nóg af því) og troðið í krukkuna
  4. Fylla krukkuna með safanum af sítrónunum þannig að hann hylji efstu sítrónuna alveg (þjappa þeim með sleif og bæta við safa úr öðrum sítrónum ef þarf) og loka. Við notum lóð úr gleri sem fylgdi með krukkunni ofan á sítrónuna svo hún fari örugglega ekki upp úr safanum
  5. Geyma á borði í 6-8 vikur og nota svo í 6 mánuði

Njótið kæru vistkerar 💚

Leave a comment