Sveppa-bourguignon

Hefðbundið beef-bourguignon er klassískur réttur sem dregur nafn sitt af Búrgúndarhéraði í Frakklandi en þar er nautakjöt í aðalhlutverki. Hér höfum við leyft okkur að breyta því með því að setja sveppi í aðalhlutverk.

Þar sem rétturinn dregur nafn sitt af Búrgúndarhéraði í Frakklandi, mælum við með því að nota Pinot Noir í hann og til að drekka með réttinum. Í þetta sinn notuðum við frábært vín frá Santewines SAS, 2019 árganginn af Aurelien Verdet Nuits-Saint-Georges. Það er vissulega í dýrari kanntinum en gerir bæði sósuna einstaklega ljúffenga og svo nutum við þess enn meira að drekka vínið með matnum. https://sante.is/product/2019-aurelien-verdet-nuits-st-george-thorpsvin/

Sveppakrafturinn sem við notum er frá Oswald og er virkilega góður, fæst í Fjarðarkaup.

Uppskriftin hér að neðan er fyrir 4.

Sveppa-bourguignon

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Ekta sveppa-bourguignon

Sveppa-bourguignon

Ingredients

  • 2 matskeiðar ólífuolía eða önnur steikningarolía
  • 4 skalottu-laukar, skornir smátt
  • 2 gulrætur, skornar smátt
  • 6 portobellosveppir, skornir smátt
  • 250 gr (heil askja) kastaníusveppir, skornir í fernt
  • 5 ferskir timjan- / garðablóðbergsstilkar
  • 5 hvítlauksgeirar, kramdir
  • 300 ml búrgúndar-rauðvín
  • 400 ml grænmetissoð eða 1 grænmetisteningur
  • 4 lárviðarlauf
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1 msk sojasósa
  • 2 msk góður sveppakraftur (til dæmis frá Oswald, sjá mynd)
  • 2-4 msk maizena-mjöl
  • 2 msk rjómi (val, má sleppa)
  • Salt og pipar
  • Steinselja, smátt skorin

Directions

  1. Hitið olíu á djúpri pönnu eða í potti. Við notum steypujárnspott. Svitið 4 smátt skorna skalottulauka og 2 niðurskornar gulrætur á meðalhita þangað til laukurinn er orðinn glær og gulræturnar nokkuð mjúkar. Gætið þess að laukurinn brenni ekki.
  2. Bætið við portobello-sveppunum auk timjanstilkunum og eldið í nokkrar mínútur. Þá er kastaníusveppunum bætt við ásamt 5 krömdum hvítlauksgeirum. Látið steikjast í 2 mín og gætið þess að brenna ekki hvítlaukinn.
  3. Hellið 300ml af víninu í pottinn og sjóðið í 2-3 mínútur. Lækkið hitan og bætið þá við 400ml af grænmetissoðinu, 2 msk sveppakraft, 4 lárviðarlaufum, 2 msk tómatpúrru og 1 msk sojasósu. Leyfið blöndunni að malla í rólegheitunum og þykkjast þar til hún hefur náð þeirri þykkt sem þið viljið. Notið maizena-mjöl til að þykkja sósuna ef þarf.
  4. Smakkið til með salti og pipar. Athugið að grænmetiskrafturinn, sveppakrafturinn og sojasósan eru sölt svo mögulega þarf ekki að salta neitt meira. Ef blandan er aðeins of sölt getur verið ágætt að blanda smávegis rjóma út í.
  5. Setjið kartöflumús á disk (sjá uppskrift neðar), sveppa-bourguignon yfir, skreytið með smátt skorinni steinselju og njótið í botn með glasi af frábæru Pinot Noir frá Búrgúndý.


Kartöflumús

Ingredients

  • 4 grillkartöflur
  • Ósaltað smjör

Directions

  1. Afhýðið kartöflur, skerið í litla bita og sjóðið í potti þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar
  2. Maukið
  3. Bætið við ósöltuðu smjöri eða vegansmjöri þangað til músin bragðast eins og þið viljið hafa hana
  4. Athugið, við notum ósaltað smjör í þessa uppskrift því sveppa-bourguignon getur verið nógu salt

Bon appetit!

Leave a comment