Gult tælenskt karrí

Það er nauðsynlegt að eiga nokkrar „go-to“ uppskriftir eins og þessa. Uppskriftin er einföld og eitthvað sem er tilvalið að nota þegar maður á nokkrar tegundir af afgangs grænmeti sem ekki er ljóst hvað á að gera við.

Grunnurinn með karrímauki
Karrímaukið fæst í Mai Thai á Laugarvegi

Gult tælenskt karrí

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Einfalt gult tælenskt karrí


Gott er að sjóða hrísgrón sem meðlæti.

Ingredients

  • 1 gulur laukur, smátt skorinn
  • 3 gulrætur
  • Rauð papríka
  • 1 stilkur sellerí (val)
  • Olía til steikingar
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • Gult karrí mauk
  • 1 dós kókosmjólk eða 2 kókusmjólkurfernur (sjá mynd)
  • Fiskisósa
  • Ferskur kóríander (eða steinselja)
  • Safi úr lime

Directions

  1. Saxið laukinn og skerið gulrætur og papríku smátt
  2. Steikið lauk upp úr olíu á miðlungshita þar til laukurinn verður mjúkur
  3. Bætið gulrótum, papríku og sellerí ásamt kjúklingabaunum út á pönnuna
  4. Bætið gulu karrí mauki ofan í og hrærið vel
  5. Steikið þar til karrímaukið gefur góðan ilm. Magn karrímauks fer eftir hversu sterkan þú vilt hafa réttinn
  6. Bætið kókosmjólkinni út á pönnuna og leyfið suðu að koma upp og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt
  7. Bragðbætið réttinn með fiskisósu
  8. Stundum er gott að skella smá mauki út í eftir á og leyft að malla ef þið viljið hafa réttinn sterkari
  9. Njótið með hrísgrjónum og toppið með kóríander og smávegis lime safa


Afgangssúpan

Súpur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur á haustin. Afgangs grænmeti er tilvalið í slíka matargerð og hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þessa súpu. Hún er alltaf jafn bragðgóð og rjómakennd.

Hér vorum við að nota 1/4 seljurót sem var heldur betur orðin lúin ásamt 3 kartöflum og afgangs hrísgrjónanúðlum.

Ef þið eigið hrísgrjónanúðlur þá má setja þær í alveg í lokin og leyfa að sjóða í 8 mín. Þær draga í sig vatn svo stundum þarf að bæta aðeins á vatnið.

Afgangssúpan

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Súpan fyrir afgangsgrænmetið úr ísskápnum


Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þessa súpu

Ingredients

  • 1 gulur laukur, saxaður
  • 4 hvítlauksgeirar, smátt skornir
  • 1,5 cm ferskt engifer, smátt skorið
  • 1/2 rauður chili, smátt skorinn
  • 1 msk karrí krydd
  • Olía til steikingar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 L Vatn
  • 1,5 msk grænmetiskraftur (2 teningar)
  • 1 tsk púðursykur
  • 2 góðar msk hnetusmjör
  • 5 msk soya sósa
  • Safi úr einu lime
  • Skvetta sherry edik
  • Afgangs grænmeti (til dæmis sæt kartafla, seljurót, gulrætur o.s.frv)
  • Toppað með:
  • Kóríander eða sprettum
  • Rauðum lauk, smjög þunnt skornum
  • Lime safa
  • Hnetum

Directions

  1. Steikið lauk, 4 hvítlauksgeira, engifer og 1/2 chili við miðlungshita í olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur
  2. Setjið 1 msk karrí saman við og steikið í 2 mín
  3. Bætið smátt skornu (afgangs) grænmeti ofan í pottinn og leyfið karrí kryddinu að þekja grænmetið
  4. Bætið 1L af vatni, 1,5msk af grænmetiskrafti og dós af hökkuðum tómötum út í og leyfið suðu að koma upp
  5. Bætið 2 msk af hnetusmjöri og 5 msk af soya sósu út í og smakkið súpuna. Hún á að vera svolítið sölt á þessum tímapunkti, en ekki of
  6. Þegar grænmetið er soðið og mjúkt er dós af kjúklingabaunum bætt út í ásamt dós af kókosmjólk
  7. Leyfið suðu að koma upp og smakkið til með lime, sherry ediki, soya sósu, hnetusmjöri og bætið 1 tsk af púður sykri út í ef súpan er örlítið of súr
  8. Ef þið eigið afgangs hrísgrjónanúðlur þá er um að gera að setja þær út í
  9. Toppið súpuskálarnar með kóríander eða sprettum, hnetum, rauðlauk og skvettu af lime safa (val)
  10. Berið fram með góðu brauði

Njótið!


Klístrað tófú – Vinsælasta uppskriftin

Lang vinsælasta uppskriftin okkar, enda virkilega gómsætt og kemur öllum á óvart.

Klístrað tófu á hrísgrjónabeði toppað með vorlauk, kóríander, chili, hnetum og lime.

Við fengum svona í matarboði hjá vinum okkar og þetta var svo unaðslega gott að við gerðum þetta aftur sömu vikuna. Þá gátum við ekki beðið eftir að byrja að borða að við gleymdum að taka almennilegar myndir. Vikuna eftir gerðum við réttinn fyrir fjölskylduna þar sem eru nokkrir matvandir sem gúffuðu þessu í sig og ekkert var eftir – Það er aldrei afgangur settur í ísskápinn þegar þessi réttur er í matinn.

Það er mikilvægt að kreysta allan safa úr tófúinu áður en það er notað. Við eigum það sem kallast tófúpressa sem gjörbreytir leiknum, en áður en við eignuðumst hana þá settum við tófúkubbinn í viskastykki og bækur ofan kubbinn og létum bíða í 20 mín. Ef þið hafið ekki tíma fyrir slíkt þá má alveg nota kubbinn beint, en þá verður áferðin aðeins mýkri.

Til að gera réttinn vegan þá þarf að skipta út smjörinu fyrir vegan smjör.

Tófúpressa / Mynd af instagram reikningi Vistkera
Hráefni réttsins
Tófúbitar þaktir maízenamjöli steiktir á pönnu

Klístrað tófú

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Klístrað tófu á hrísgrjónabeði toppað með vorlauk, kóríander, chili, hnetum og lime.


Þetta er lang vinsælasta uppskriftin okkar enda mjög einföld og gleður bragðlaukana.

Ingredients

  • 400gr stíft (firm) tofu, þerrað og skorið í litla ferninga
  • Olía til steikingar
  • Maisenamjöl
  • 5 msk smjör (eða vegan smjör)
  • 6 litlir skarlottulaukar, smátt saxaðir
  • 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • 1,5 msk ferskur engifer, smátt saxaður
  • 10 msk soya sósa
  • 2 msk sykur
  • 2 msk mulinn pipar (í morteli)
  • Rauður chili, smátt skorinn
  • 6 virlaukar, skornir í 3 mm bita
  • Toppað með:
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • 1 rauður chili, smátt skorinn (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)
  • 4 msk brotnar ristaðar kasjúhnetur, hnetur eða möndlur (gott að nota bara það sem er til :))
  • 2 vorlaukar, skornir í 3 mm bita
  • 1 lime, skorið í báta

Directions

  1. Ef tími gefst er gott að pressa tófúið og þerra það vel áður en það er skorið í ferninga
  2. Stráið maizenamjöli yfir tófúbitana þannig að það þekji bitana vel
  3. Hitið olíu á miðlungshita
  4. Steikið tófúbitana þar til gullin brúnt á öllum hliðum (gott extra stökkt)
  5. Setjið tófú til hliðar og fjarlægið olíuna af pönnunni
  6. Setjið smá olíu á pönnuna ásamt 4 msk af smjöri, hitið á miðlungshita
  7. Steikið saxaða laukinn, hvítlauk og engifer þar til mjúkt
  8. Bætið krömdum pipar og sykri út á pönnuna og hrærið
  9. Þegar sykurinn hefur bráðnað er 10msk af soya sósu bætt út í
  10. Hrærið öllu saman og bætið svo við chili og vorlauk
  11. Bætið nú tófúinu saman við þannig að allir bitarnir verða þaktir sósunni
  12. Bætið 1 msk af smjöri út á og leyfið því að bráðna á meðan hrært er
  13. Njótið með hrísgrjónum og toppið með ferskum vorlauk, kóríander, hnetum, chili og kreistið lime safa yfir

Njótið!


Malasíusúpa með sætum kartöflum

Þessi uppskrift er fullkomin á köldum dögum. Uppskriftin passar fyrir 4 stórar skálar af súpu.

Súpan er matarmikil og stútfull af næringu. Þurrristuðu hneturnar sem toppur er algjört möst til að fá smá bit í súpuna.

Við notuðum þrjár tegundir af kartöflum í hana í þetta skiptið; Venjulegar sætar kartöflur, fjólubláar sætar kartöflur og gullauga.

Hráefni Malasíusúpu

Við ákváðum að prófa að mauka helminginn af súpunni með töfrasprota og það kom mjög vel út.

Malasíusúpa

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Ljúffeng og seðjandi súpa með sætum kartöflum.


Ingredients

  • 2 msk olía til steikingar
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaður
  • 1 1/2 msk ferskt engifer, smátt saxað
  • 1 msk túrmerik
  • 1 msk karrí de lúx
  • 1 msk kóríander krydd
  • 1 tsk cayenne pipar
  • 2 meðalstórar sætar kartöflur, við notuðum eina venjulega og eina fjólubláa, skornar í munnbita
  • 1 meðalstór kartafla, skorin í munnbita
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 grænmetistengingar
  • 1L vatn
  • 3-4 msk hnetusmjör
  • Safi úr hálfri lime
  • 4 msk soya sósa
  • 1 tsk fiskisósa, hægt að sleppa ef vegan, þá meira af soya sósu í staðinn
  • 1 dós kókosmjólk
  • Toppað með:
  • – Þurrristuðum hnetum

    – Ferskum kóríander

    – Ferskum lime safa

Directions

  1. Hitið olíu á djúpri pönnu eða súpupotti við miðlungshita
  2. Steikið lauk upp úr olíunni, passið að mýkja laukinn vel og bætið svo hvílauk og engifer við og steikið í skamma stund. Passið að brenna ekki hvítlaukinn.
  3. Bætið kryddum saman við og steikið í 1-2 mín í viðbót eða þar til kryddin gefa frá sér góðan ilm
  4. Setjið alla kartöflubitana í pottinn ásamt 1 dós af hökkuðum tómötum, 2 grænmetisteningum og 1L af vatni
  5. Leyfið suðu að koma upp og sjóðið í um 10 mín, eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar (mjúkar ef stungið er í þær með gaffli)
  6. Setjið hnetustmjör í sér skál og setjið 2 dl af heitu súpunni úr pottinum yfir hnetusmjörið, hrærið svo hnetusmjörið leysist vel upp og setjið svo allt saman við súpuna aftur
  7. Bætið við safa úr hálfri lime, soya sósu og fiskisósu
  8. Bætið við kókosmjólkinni og leyfið súpunni að hitna vel í gegn
  9. Smakkið til með soya sósu, lime safa og kryddunum
  10. Toppið súpuskálarnar með þurrristuðum hnetum, ferskum kóríander og safa úr lime

Njótið!