Spaghetti marinara – Sjávarréttaspaghettí

Við vorum með þennan rétt á ítölsku kvöldi með fjölskyldunni og allir fengu sér tvisvar á diskinn enda bragðmikill og góður réttur. Uppskriftin er einföld og fljótgerð og er fyrir 4-6 manns.

Þess má geta að mamma (Þórhildar) er einstaklega hæfileikarík þegar kemur að ítalskri matargerð og hún á allan heiðurinn af þessum rétti.

Alvöru ítalskt sjávarréttaspaghettí með tómat grunni.

Takk mamma!

Sjávarréttaspaghettí

  • Servings: 4-6
  • Difficulty: Meðal
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Alvöru ítalskt spaghettí marinara

*Ekki elda bláskel sem er opin þegar hún er tekin út úr frystinum og hendið bláskel sem opnast ekki við eldun

Ingredients

  • 2 msk ólífuolía
  • 12 vel þroskaðir meðalstórir tómatar, ef tómatarnir eru ekki til vel þroskaðir þá myndum við nota 2 dósir af góðum niðursuðutómötum
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir með hvítlaukspressu
  • 3-4 msk tómat púrra
  • 125 ml þurrt hvítvín
  • 500 gr forsoðnar íslenskar rækjur
  • 250 gr litlar hörpuskeljar
  • 250 gr bláskel*
  • 1 dós ansjósur (ca 45gr), olía tekin af og skorið mjög smátt
  • 1 tsk grænmetiskraftur (val)
  • 1 búnt steinselja, smátt söxuð
  • 400 gr spaghettí (ferskt)
  • Salt og pipar
  • Parmesan ostur

Directions

  1. Léttsteikið 250gr af hörpuskel í smávegis olíu og setjið til hliðar (hún þarf ekki að vera elduð alveg í gegn á þessum tímapunkti)
  2. Hitið olíu á sömu pönnu og var notuð til að léttsteikja hörpuskelina og bætið við 2 öskjum af niðurskornum tómötum (eða 2 dósum), 2 hvítlauksgeirum og 3 msk tómatpúrru og leyfið suðu að koma upp.
  3. Leyfið tómat grunninum að sjóða í nokkra stund, eða þar til tómatarnir eru vel eldaðir, ca 10 mín (ef notaðir eru ferskir). Ef notaðar eru dósir þá þarf ekki að sjóða jafn lengi.
  4. Bætið við 125 ml af þurru hvítvíni og sjóðið í 1 mín
  5. Bætið nú öllu sjávarfangi saman við ásamt 1 tsk grænmetiskrafti (val) og sjóðið í 1 mín
  6. Bætið steinselju út á og hrærið
  7. Smakkið til með salti og pipar
  8. Eldið 400gr af fersku spaghettí skv. leiðbeiningum
  9. Berið spaghettí fram sér og sósuna sér – hver og einn getur þá ákveðið magn spaghettí og sósu á sinn disk
  10. Njótið með smávegis rifnum parmesan osti

Njótið vel!


Sumartaco með marineruðum rækjum

Taco er svo einföld leið til að fá næringarríka, fjölbreytta og einfalda næringu sem hver og einn fjölskyldumeðlimur getur sett saman fyrir sig. Rækjurnar eru marineraðar í lime, olíu, kóríander, chili, cumen og salti sem gerir þær einstaklega ferskar og sumarlegar.

Guacamole finnst okkur algjörlega ómissandi í taco og þessi guacamole uppskrift er sú allra besta að okkar mati. Jógúrtið gerir það einstaklega rjómað og gott.

Þessi uppskrift er fyrir tvo, svo ef þið eruð fleiri þá þurfið þið að gera meira magn.

Taco tilbúið til að borða og njóta

Rækjutaco

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Gómsætt taco með marineruðum rækjum, guacamole, pico de gallo og chili

Marineraðar rækjur. Það má nota þær heilar eða skera þær niður í 2-4 bita eftir steikingu, þannig er hægt að fá fleiri taco út úr færri rækjum.

Ingredients

  • 1 pakki frosnar íslenskar rækjur, afþýddar
  • Safi úr hálfu lime
  • Rifinn limebörkur af hálfu lime
  • 1,5msk olía
  • 1/4 chili, smátt saxaður
  • 3-4 stilkar kóríander, smátt saxað
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
  • 1/4 tsk cumin duft
  • Smá salt

Directions

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og leyfið rækjunum að merinerast í amk 15 mín
  2. Steikið rækjurnar (án safans af marineringunni) á meðalheitri pönnu í ca 1-1,5 mín eða þar til rækjurnar eru orðnar tilbúnar, passið að ofsteikja þær ekki.


Pico de gallo

Ingredients

  • 1 lítill hvítur laukur eða litill skarlottulaukur
  • 5 litlir tómatar
  • Safi úr hálfri lime
  • Kóríander (eins mikið og þú vilt)
  • Salt

Directions

  1. Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt


Guacamole

Ingredients

  • 1 skarlottulaukur
  • 2 lítil avocado
  • 2 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 tsk hvítur pipar
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • Safi úr hálfri sítrónu eða lime
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Skerið lauk smátt
  2. Maukið avocado
  3. Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
  4. Smakkið til þar til þið eruð ánægð


Toppað með

Ingredients

  • 1/4 grænt epli, skorið smátt
  • Chili eða jalapeno
  • Ferskur feta ostur
  • Tortilla snakk

Setjið allt hráefnið saman á litlar tortillur og njótið!


Dásamleg fjallableikja

Dásamleg fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.

Fjallableikja

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.


Bleikjan

Ingredients

  • 2 fersk bleikjuflök
  • Möndluflögur, þurrristaðar á pönnu
  • Grænn chili, skorinn í litla bita
  • Limesafi úr hálfu lime
  • Salt
  • 2 msk olía til steikingar

Directions

  1. Skolið og þerrið fiskinn og stráið svo flögusalti yfir
  2. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita
  3. Steikið fiskinn á roðinu allan tímann
  4. Á meðan fiskurinn eldast er möndluflögum og chili stráð yfir fiskinn
  5. Þegar fiskurinn er fulleldaður er lime safa kreist yfir
  6. Fiskurinn ætti að vera með stökkt roð og ljósbleikur að ofan


Kínóa

Ingredients

  • 1 dl kínóa
  • 2 dl vatn
  • 1/2 grænmetisteningur
  • Klípa af Saffran
  • Smá salt
  • 1 msk þurrkaðar döðlur
  • Steinselja

Directions

  1. Setjið kínóa, vatn, hálfan grænmetistening, smá salt og saffran í pott með loki
  2. Leyfið suðu að koma upp og lækkið hitann en hafið pottinn lokaðan á meðan
  3. Leyfið kínóa að sjóða í 15 mín
  4. Takið af hellunni og leyfið að standa lokuðu í 5 mín
  5. Notið gaffal til að hræra döðlum saman við og stráið ferskri steinselju yfir


Sósa

Ingredients

  • 4 msk grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
  • Safi úr hálfri lime
  • Smá salt
  • 1 tsk hunang

Directions

  1. Blandið öllum hráefnum saman í litla skál og látið standa í nokkrar mínútur


Salat

Ingredients

  • Rósasalatblöð
  • Romaine salatblöð
  • 2 msk granateplafræ
  • 1/4 salatlaukur, smátt skorinn
  • 1/2 grænn chili, smátt skorinn
  • Góð ólífuolía
  • Smá sletta balsamic edik
  • Salt og pipar
  • Bakaðir tómatar (sjá uppskrift á síðunni „Hægeldaðir tómatar”, https://vistkerar.is/2021/05/18/haegeldadir-tomatar/ )

Directions

  1. Setjið öll hráefnin saman í miðlungsstóra skál


Lax + jarð(epli) + dill.

Pönnusteiktur lax með sætkartöflumús toppað með eplabitum og dillolíu. Einfaldur, litríkur og heilsusamlegur kvöldmatur. Fjólubláar sætar kartöflur lyfta disknum upp á annað plan, en hægt er að nota hvaða kartöflur sem er. Svo er frábært að skreyta diskinn enn frekar, til dæmis með fallegum heimaræktuðum karsa (sem við áttum reyndar ekki til í þetta sinn).

Við völdum lax í þetta skiptið en bleikja myndi einnig henta mjög vel.

Lax+Jarð(epli)+Dill

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Pönnusteiktur lax með sætkartöflumús toppað með eplabitum og dillolíu.


Sætkartöflumús

Ingredients

  • 1 stór sæt kartafla, fjólublá
  • Smjör
  • 1 msk eplaedik
  • Salt og pipar

Directions

  1. Skrælið og skerið kartöflu í ca 2 cm stóra bita og sjóðið í vatni með smá salti (Enn betra að baka kartöfluna í ofni)
  2. Þegar kartaflan er tilbúin (þegar hnífsoddur rennur í gegnum bitana án pressu) hellið vatni frá
  3. Setjið kartöflubita í gegnum kartöflupressu eða stappið þær vel og setjið þær aftur í pottinn
  4. Bætið við smjöri og hrærið (því meira því betra 🙂 )
  5. Bragðbætið með ögn af eplaediki og salt og pipar


Lax

Ingredients

  • Ferskt laxaflak (magn fer eftir fjölda fólks í mat), skorið í 200 gr bita per einstakling
  • Salt
  • Olía til steikningar
  • Safi úr einni sítrónu

Directions

  1. Skerið laxaflak í 100-200gr bita eftir smekk
  2. Saltið
  3. Hitið olíu á pönnu við rúmlega meðalháan hita (t.d. 7 af 9)
  4. Steikið lax á pönnu í 3 mín á hvorri hlið (fer aðeins eftir þykkt). Passið að ofelda ekki fiskinn, hann þarf ekki mikinn tíma.
  5. Setjið ferskan sítrónusafa yfir bitana, gott er að rífa örlífið af sítrónuberki yfir


Dillolía

Ingredients

  • 250 ml ólífuolía
  • 50 gr ferskt dill (sólselja)

Directions

  1. Skrælið og skerið kartöflu í ca 2 cm stóra bita og sjóðið í vatni með smá salti (Enn betra að baka kartöfluna í ofni)
  2. Þegar kartaflan er tilbúin (þegar hnífsoddur rennur í gegnum bitana án pressu) hellið vatni frá
  3. Setjið kartöflubita í gegnum kartöflupressu eða stappið þær vel og setjið þær aftur í pottinn
  4. Bætið við smjöri og hrærið (því meira því betra 🙂 )
  5. Bragðbætið með ögn af eplaediki og salt og pipar

Epli

Ingredients

  • Grænt epli

Directions

  1. Afhýðið epli og skerið í litla bita

Setjið sætkartöflumús á miðjan disk, setjið laxabita ofan á músina og toppið með skornum grænum eplum og dillolíu.

Njótið!