Saltaðar sítrónur

Saltaðar sítrónur eru lykilatriði ef þú ætlar í Ottolenghi maraþon eins og við.

Að salta (preserve) lengir líftíma þeirra og gerir okkur kleift að nota alla sítrónuna. Notast í kássur, pönnurétti, eftirrétti og margt fleira.

Tilvalið að nota stóru sítrónunetin í Costco eða á „síðasta sjens” til að gera slatta í einu fyrir lítinn pening.

Saltaðar sítrónur

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Saltaðar sítrónur gerir okkur kleift að nota alla sítrónuna

Ingredients

  • Sítrónur, eins margar og komast í krukkuna, þrífa vaxið af með því að setja þær í volgt vatn blandað með matarsóda og sítrónusafa í 5 mín
  • Sjávarsalt

Directions

  1. Þrífa öll áhöld og láta sjóðandi vatn renna á allt, hafa hreinar hendur
  2. Skera sítrónurnar í kross án þess að skera þær alveg í sundur
  3. Setjið sjávarsalt í skurðinn (nóg af því) og troðið í krukkuna
  4. Fylla krukkuna með safanum af sítrónunum þannig að hann hylji efstu sítrónuna alveg (þjappa þeim með sleif og bæta við safa úr öðrum sítrónum ef þarf) og loka. Við notum lóð úr gleri sem fylgdi með krukkunni ofan á sítrónuna svo hún fari örugglega ekki upp úr safanum
  5. Geyma á borði í 6-8 vikur og nota svo í 6 mánuði

Njótið kæru vistkerar 💚


Einfalt hakk og spaghettí fyrir alla fjölskylduna

Við ákváðum að gera eina einfalda, mjög ljúffenga og fjölskylduvæna spaghettí bolognese uppskrift.

Þessi uppskrift er mild og bragðgóð og hitti heldur betur í mark hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Ef þið eruð með ungt barn þá er ágætt að taka frá fyrir barnið í sér skál áður en bætt er við salti og grænmetistenging

Spaghettí Bolognese

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Vistkeravænt Spaghettí Bolognese

Ingredients

  • 400 gr heilhveiti spaghettí
  • 2 msk hitaþolin ólífuolía
  • 2 gulrætur
  • 1 gulur laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk Herbs de Provence krydd
  • 1 tsk fennel fræ
  • 1 poki vegan hakk (t.d. Gardein eða Anamma)
  • 2 dósir góðir tómatar (Mutti)
  • 4 msk tómatpúrra
  • 1 grænmetisteningur
  • 0,5 tsk chili flögur
  • 1 tsk papríkuduft
  • 1 dl matreiðslurjómi (má sleppa)
  • Salt og pipar
  • Rifinn Feykir ostur ofan á (má sleppa)

Directions

  1. Skerið 2 gulrætur, 1 lauk og 2 hvítlauksgeira smátt
  2. Hitið olíu í góðum potti á miðlungshita
  3. Svitið gulrætur, lauk og hvítlauk í 10 mín ásamt 1 tsk fennel fræjum og 1 msk Herbs de Provence kryddi, hrærið reglulega þar til grænmetið er orðið mjúkt
  4. Bætið hakkinu út í og steikið örstutt
  5. Setjið tómata úr 2 dósum, 4 msk tómatpúrru, 0,5 tsk chili flögur og 1 tsk papríkuduft og 1 dl matreiðslurjóma ofan í pottinn og hrærið vel
  6. Leyfið suðu að koma upp og sjóðið í 10 mín
  7. Á þessum tímapunkti er gott að taka til hliðar skammt fyrir þau allra yngstu sem mega ekki fá salt
  8. Þegar búið er að sjóða sósuna er spaghettí soðið í vel söltu vatni skv. leiðbeiningum á pakka
  9. Bætið við grænmetistengingi við sósuna og smakkið til með salti, pipar og chili flögum
  10. Njótið með rifnum Feyki osti

Njótið!


Tófú Gyros – Grískar pítur með tzatziki sósu

Gyros wrap er vinsæll grískur réttur sem inniheldur kjöt af lóðréttum snúningsteini (e. rotisserie) sem vafið er inn í pítabrauð ásamt grænmeti og tzatziki sósu. Það sem einkennir bragðgóða tzatziki sósu er agúrkan sem er sett í grískt jógúrt, svo skemmir ekki fyrir hvað hún er holl.

Við ákváðum að prófa að búa til okkar eigin Gyros að hætti Vistkera og gerðum stökka tófubita í stað kjötsins og það sló heldur betur í gegn. Þessi uppskrift er gerð reglulega á heimilinu.

Til að gera réttinn vegan þarf aðeins að skipta út grísku jógúrtinni fyrir vegan-jógúrt.

Vonandi njótið þið jafn vel og við!

Innihaldið. Hér sjáið þið Tzatziki sósuna til hægri.

Tófú gyros

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Grískar gyros með tófú, tzatziki sósu, grænmeti og sýrðum chili


Tófúbitar

Ingredients

  • 1 tófúkubbur
  • Olía
  • Gyros grillkrydd frá Kryddhúsinu

Directions

  1. Þerrið tófúkubbinn til að ná mestum vökva úr kubbnum. Gott er að nota tófúpressu í þetta en einnig er hægt að vefja tófúkubbinn í viskastykki og setja undir þunga bók í ca 20 mín
  2. Skerið tófúkubbinn í ferninga og þekjið í olíu og Gyros grillkryddi og látið standa í amk 10 mín, því lengur því betra.
  3. Steikið bitana upp úr olíu á pönnu þar til bitarnir verða stökkir


Tzatziki sósa

Ingredients

  • 2 dl grísk jógúrt (vegan ef þið viljið)
  • Hálf agúrka, rifin smátt, smá salt yfir og vatnið kreist úr í aðra skál
  • Salt og pipar
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri, kraminn
  • Ferskt dill, smátt skorið

Directions

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa

Sýrður chili, við gerum alltaf auka skammt til að eiga í ísskápnum – þetta passar svo vel með svo mörgu

Ingredients

  • 2-4 rauðir chili, skornir smátt
  • 50 ml hvítvínsedik
  • 100 ml vatn
  • 50 gr sykur

Directions

  1. Setjið edik, vatn og sykur í pott og fáið upp suðu
  2. Setjið ediksblönduna út á chili og geymið í krukku í 1 klst
  3. Hægt er að geyma sýrðan chili í ísskáp í allt að 2 mánuði

Setjið allt hráefni í pítabrauð (grófu pítabrauðin sem fást í frystinum í Krónunni eru í uppáhaldi) ásamt salatlauk, salati, papríku, fetaosti (eða vegan feta) og toppið svo með smá tabasco sriracha (val).