Sveppa-bourguignon

Hefðbundið beef-bourguignon er klassískur réttur sem dregur nafn sitt af Búrgúndarhéraði í Frakklandi en þar er nautakjöt í aðalhlutverki. Hér höfum við leyft okkur að breyta því með því að setja sveppi í aðalhlutverk.

Þar sem rétturinn dregur nafn sitt af Búrgúndarhéraði í Frakklandi, mælum við með því að nota Pinot Noir í hann og til að drekka með réttinum. Í þetta sinn notuðum við frábært vín frá Santewines SAS, 2019 árganginn af Aurelien Verdet Nuits-Saint-Georges. Það er vissulega í dýrari kanntinum en gerir bæði sósuna einstaklega ljúffenga og svo nutum við þess enn meira að drekka vínið með matnum. https://sante.is/product/2019-aurelien-verdet-nuits-st-george-thorpsvin/

Sveppakrafturinn sem við notum er frá Oswald og er virkilega góður, fæst í Fjarðarkaup.

Uppskriftin hér að neðan er fyrir 4.

Sveppa-bourguignon

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Ekta sveppa-bourguignon

Sveppa-bourguignon

Ingredients

  • 2 matskeiðar ólífuolía eða önnur steikningarolía
  • 4 skalottu-laukar, skornir smátt
  • 2 gulrætur, skornar smátt
  • 6 portobellosveppir, skornir smátt
  • 250 gr (heil askja) kastaníusveppir, skornir í fernt
  • 5 ferskir timjan- / garðablóðbergsstilkar
  • 5 hvítlauksgeirar, kramdir
  • 300 ml búrgúndar-rauðvín
  • 400 ml grænmetissoð eða 1 grænmetisteningur
  • 4 lárviðarlauf
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1 msk sojasósa
  • 2 msk góður sveppakraftur (til dæmis frá Oswald, sjá mynd)
  • 2-4 msk maizena-mjöl
  • 2 msk rjómi (val, má sleppa)
  • Salt og pipar
  • Steinselja, smátt skorin

Directions

  1. Hitið olíu á djúpri pönnu eða í potti. Við notum steypujárnspott. Svitið 4 smátt skorna skalottulauka og 2 niðurskornar gulrætur á meðalhita þangað til laukurinn er orðinn glær og gulræturnar nokkuð mjúkar. Gætið þess að laukurinn brenni ekki.
  2. Bætið við portobello-sveppunum auk timjanstilkunum og eldið í nokkrar mínútur. Þá er kastaníusveppunum bætt við ásamt 5 krömdum hvítlauksgeirum. Látið steikjast í 2 mín og gætið þess að brenna ekki hvítlaukinn.
  3. Hellið 300ml af víninu í pottinn og sjóðið í 2-3 mínútur. Lækkið hitan og bætið þá við 400ml af grænmetissoðinu, 2 msk sveppakraft, 4 lárviðarlaufum, 2 msk tómatpúrru og 1 msk sojasósu. Leyfið blöndunni að malla í rólegheitunum og þykkjast þar til hún hefur náð þeirri þykkt sem þið viljið. Notið maizena-mjöl til að þykkja sósuna ef þarf.
  4. Smakkið til með salti og pipar. Athugið að grænmetiskrafturinn, sveppakrafturinn og sojasósan eru sölt svo mögulega þarf ekki að salta neitt meira. Ef blandan er aðeins of sölt getur verið ágætt að blanda smávegis rjóma út í.
  5. Setjið kartöflumús á disk (sjá uppskrift neðar), sveppa-bourguignon yfir, skreytið með smátt skorinni steinselju og njótið í botn með glasi af frábæru Pinot Noir frá Búrgúndý.


Kartöflumús

Ingredients

  • 4 grillkartöflur
  • Ósaltað smjör

Directions

  1. Afhýðið kartöflur, skerið í litla bita og sjóðið í potti þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar
  2. Maukið
  3. Bætið við ósöltuðu smjöri eða vegansmjöri þangað til músin bragðast eins og þið viljið hafa hana
  4. Athugið, við notum ósaltað smjör í þessa uppskrift því sveppa-bourguignon getur verið nógu salt

Bon appetit!


Spaghetti marinara – Sjávarréttaspaghettí

Við vorum með þennan rétt á ítölsku kvöldi með fjölskyldunni og allir fengu sér tvisvar á diskinn enda bragðmikill og góður réttur. Uppskriftin er einföld og fljótgerð og er fyrir 4-6 manns.

Þess má geta að mamma (Þórhildar) er einstaklega hæfileikarík þegar kemur að ítalskri matargerð og hún á allan heiðurinn af þessum rétti.

Alvöru ítalskt sjávarréttaspaghettí með tómat grunni.

Takk mamma!

Sjávarréttaspaghettí

  • Servings: 4-6
  • Difficulty: Meðal
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Alvöru ítalskt spaghettí marinara

*Ekki elda bláskel sem er opin þegar hún er tekin út úr frystinum og hendið bláskel sem opnast ekki við eldun

Ingredients

  • 2 msk ólífuolía
  • 12 vel þroskaðir meðalstórir tómatar, ef tómatarnir eru ekki til vel þroskaðir þá myndum við nota 2 dósir af góðum niðursuðutómötum
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir með hvítlaukspressu
  • 3-4 msk tómat púrra
  • 125 ml þurrt hvítvín
  • 500 gr forsoðnar íslenskar rækjur
  • 250 gr litlar hörpuskeljar
  • 250 gr bláskel*
  • 1 dós ansjósur (ca 45gr), olía tekin af og skorið mjög smátt
  • 1 tsk grænmetiskraftur (val)
  • 1 búnt steinselja, smátt söxuð
  • 400 gr spaghettí (ferskt)
  • Salt og pipar
  • Parmesan ostur

Directions

  1. Léttsteikið 250gr af hörpuskel í smávegis olíu og setjið til hliðar (hún þarf ekki að vera elduð alveg í gegn á þessum tímapunkti)
  2. Hitið olíu á sömu pönnu og var notuð til að léttsteikja hörpuskelina og bætið við 2 öskjum af niðurskornum tómötum (eða 2 dósum), 2 hvítlauksgeirum og 3 msk tómatpúrru og leyfið suðu að koma upp.
  3. Leyfið tómat grunninum að sjóða í nokkra stund, eða þar til tómatarnir eru vel eldaðir, ca 10 mín (ef notaðir eru ferskir). Ef notaðar eru dósir þá þarf ekki að sjóða jafn lengi.
  4. Bætið við 125 ml af þurru hvítvíni og sjóðið í 1 mín
  5. Bætið nú öllu sjávarfangi saman við ásamt 1 tsk grænmetiskrafti (val) og sjóðið í 1 mín
  6. Bætið steinselju út á og hrærið
  7. Smakkið til með salti og pipar
  8. Eldið 400gr af fersku spaghettí skv. leiðbeiningum
  9. Berið spaghettí fram sér og sósuna sér – hver og einn getur þá ákveðið magn spaghettí og sósu á sinn disk
  10. Njótið með smávegis rifnum parmesan osti

Njótið vel!


Tófú Gyros – Grískar pítur með tzatziki sósu

Gyros wrap er vinsæll grískur réttur sem inniheldur kjöt af lóðréttum snúningsteini (e. rotisserie) sem vafið er inn í pítabrauð ásamt grænmeti og tzatziki sósu. Það sem einkennir bragðgóða tzatziki sósu er agúrkan sem er sett í grískt jógúrt, svo skemmir ekki fyrir hvað hún er holl.

Við ákváðum að prófa að búa til okkar eigin Gyros að hætti Vistkera og gerðum stökka tófubita í stað kjötsins og það sló heldur betur í gegn. Þessi uppskrift er gerð reglulega á heimilinu.

Til að gera réttinn vegan þarf aðeins að skipta út grísku jógúrtinni fyrir vegan-jógúrt.

Vonandi njótið þið jafn vel og við!

Innihaldið. Hér sjáið þið Tzatziki sósuna til hægri.

Tófú gyros

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Grískar gyros með tófú, tzatziki sósu, grænmeti og sýrðum chili


Tófúbitar

Ingredients

  • 1 tófúkubbur
  • Olía
  • Gyros grillkrydd frá Kryddhúsinu

Directions

  1. Þerrið tófúkubbinn til að ná mestum vökva úr kubbnum. Gott er að nota tófúpressu í þetta en einnig er hægt að vefja tófúkubbinn í viskastykki og setja undir þunga bók í ca 20 mín
  2. Skerið tófúkubbinn í ferninga og þekjið í olíu og Gyros grillkryddi og látið standa í amk 10 mín, því lengur því betra.
  3. Steikið bitana upp úr olíu á pönnu þar til bitarnir verða stökkir


Tzatziki sósa

Ingredients

  • 2 dl grísk jógúrt (vegan ef þið viljið)
  • Hálf agúrka, rifin smátt, smá salt yfir og vatnið kreist úr í aðra skál
  • Salt og pipar
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri, kraminn
  • Ferskt dill, smátt skorið

Directions

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa

Sýrður chili, við gerum alltaf auka skammt til að eiga í ísskápnum – þetta passar svo vel með svo mörgu

Ingredients

  • 2-4 rauðir chili, skornir smátt
  • 50 ml hvítvínsedik
  • 100 ml vatn
  • 50 gr sykur

Directions

  1. Setjið edik, vatn og sykur í pott og fáið upp suðu
  2. Setjið ediksblönduna út á chili og geymið í krukku í 1 klst
  3. Hægt er að geyma sýrðan chili í ísskáp í allt að 2 mánuði

Setjið allt hráefni í pítabrauð (grófu pítabrauðin sem fást í frystinum í Krónunni eru í uppáhaldi) ásamt salatlauk, salati, papríku, fetaosti (eða vegan feta) og toppið svo með smá tabasco sriracha (val).


Sumartaco með marineruðum rækjum

Taco er svo einföld leið til að fá næringarríka, fjölbreytta og einfalda næringu sem hver og einn fjölskyldumeðlimur getur sett saman fyrir sig. Rækjurnar eru marineraðar í lime, olíu, kóríander, chili, cumen og salti sem gerir þær einstaklega ferskar og sumarlegar.

Guacamole finnst okkur algjörlega ómissandi í taco og þessi guacamole uppskrift er sú allra besta að okkar mati. Jógúrtið gerir það einstaklega rjómað og gott.

Þessi uppskrift er fyrir tvo, svo ef þið eruð fleiri þá þurfið þið að gera meira magn.

Taco tilbúið til að borða og njóta

Rækjutaco

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Gómsætt taco með marineruðum rækjum, guacamole, pico de gallo og chili

Marineraðar rækjur. Það má nota þær heilar eða skera þær niður í 2-4 bita eftir steikingu, þannig er hægt að fá fleiri taco út úr færri rækjum.

Ingredients

  • 1 pakki frosnar íslenskar rækjur, afþýddar
  • Safi úr hálfu lime
  • Rifinn limebörkur af hálfu lime
  • 1,5msk olía
  • 1/4 chili, smátt saxaður
  • 3-4 stilkar kóríander, smátt saxað
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
  • 1/4 tsk cumin duft
  • Smá salt

Directions

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og leyfið rækjunum að merinerast í amk 15 mín
  2. Steikið rækjurnar (án safans af marineringunni) á meðalheitri pönnu í ca 1-1,5 mín eða þar til rækjurnar eru orðnar tilbúnar, passið að ofsteikja þær ekki.


Pico de gallo

Ingredients

  • 1 lítill hvítur laukur eða litill skarlottulaukur
  • 5 litlir tómatar
  • Safi úr hálfri lime
  • Kóríander (eins mikið og þú vilt)
  • Salt

Directions

  1. Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt


Guacamole

Ingredients

  • 1 skarlottulaukur
  • 2 lítil avocado
  • 2 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 tsk hvítur pipar
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • Safi úr hálfri sítrónu eða lime
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Skerið lauk smátt
  2. Maukið avocado
  3. Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
  4. Smakkið til þar til þið eruð ánægð


Toppað með

Ingredients

  • 1/4 grænt epli, skorið smátt
  • Chili eða jalapeno
  • Ferskur feta ostur
  • Tortilla snakk

Setjið allt hráefnið saman á litlar tortillur og njótið!


Tómatsúpa með basil pestó

Þessi súpa er algjörlega frábær. Það mætti segja að þetta væri tómat súpa fyrir lengra komna.

Uppskriftin af einföldu basil pestó má finna á síðunni og svo er ómissandi að hafa gott brauð með. Hér notuðum við súrdeigsbrauð sem við áttum í frystinum, skelltum á það hvítlauksolíu og salti og hituðu í ofni, góð nýting á gömlu brauði sem annars hefði endað í ruslinu.

Það er hægt að gera uppskriftina alveg vegan með kókosmjólk í stað rjóma, smjörlíkis í stað smjörs og vegan basil pestós.

Hráefni súpunnar
Sherry edik

Tómatsúpa

  • Servings: 4-6
  • Difficulty: Meðal
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Gómsæt tómatsúpa með basil pestó toppuð með graslauk

Ingredients

  • 150 gr smjör
  • 2 msk hrásykur
  • 2 Blaðlaukar, smátt skornir
  • 2 sellerístilkar, smátt skornir
  • Stór laukur, saxaður
  • 3 hvítlaukskeirar, saxaðir
  • 1 grein timian
  • Salt og pipar
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 2 lárviðarlauf
  • 3 msk grænmetiskraftur
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 170 gr tómatpúrra
  • 1/2 L rjómi
  • 1 1/2 L vatn
  • Basil pestó (uppskrift á síðunni)
  • Sletta af sherry
  • Sherry edik
  • 6 tómtatar, fræhreinsaðir og skornir í litla bita
  • Ferskur graslaukur, smátt skorinn

Directions

  1. Bræðið smjör í stórum potti við miðlungshita og bætið hrásykrinum út í þar til leysist upp
  2. Bætið blaðlauk, lauk, sellerí og hvítlauk ofan í í um 10 mín eða þar til mjúkt
  3. Bætið öllu kryddinu saman við ásamt grænmetiskrafinum og hrærið vel
  4. Setjið tómata úr dós og tómatpúrru saman við og hrærið
  5. Bætið vatni saman við og leyfið suðu að koma upp, sjóðið í 30 mín
  6. Veiðið timian stilknum og lárviðarlaufunum upp úr pottinum
  7. Bætið við rjóma, svkettu af sherry og 2/3 af pestó uppskriftinni saman við
  8. Maukið súpuna með töfrasprota og leyfið rjómanum að hitna í gegn
  9. Bætið fersku tómötunum saman og við leyfið að hita í gegn
  10. Berið fram með góðu brauði og toppið með graslauk og smá pestó


Gult tælenskt karrí

Það er nauðsynlegt að eiga nokkrar „go-to“ uppskriftir eins og þessa. Uppskriftin er einföld og eitthvað sem er tilvalið að nota þegar maður á nokkrar tegundir af afgangs grænmeti sem ekki er ljóst hvað á að gera við.

Grunnurinn með karrímauki
Karrímaukið fæst í Mai Thai á Laugarvegi

Gult tælenskt karrí

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Einfalt gult tælenskt karrí


Gott er að sjóða hrísgrón sem meðlæti.

Ingredients

  • 1 gulur laukur, smátt skorinn
  • 3 gulrætur
  • Rauð papríka
  • 1 stilkur sellerí (val)
  • Olía til steikingar
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • Gult karrí mauk
  • 1 dós kókosmjólk eða 2 kókusmjólkurfernur (sjá mynd)
  • Fiskisósa
  • Ferskur kóríander (eða steinselja)
  • Safi úr lime

Directions

  1. Saxið laukinn og skerið gulrætur og papríku smátt
  2. Steikið lauk upp úr olíu á miðlungshita þar til laukurinn verður mjúkur
  3. Bætið gulrótum, papríku og sellerí ásamt kjúklingabaunum út á pönnuna
  4. Bætið gulu karrí mauki ofan í og hrærið vel
  5. Steikið þar til karrímaukið gefur góðan ilm. Magn karrímauks fer eftir hversu sterkan þú vilt hafa réttinn
  6. Bætið kókosmjólkinni út á pönnuna og leyfið suðu að koma upp og sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt
  7. Bragðbætið réttinn með fiskisósu
  8. Stundum er gott að skella smá mauki út í eftir á og leyft að malla ef þið viljið hafa réttinn sterkari
  9. Njótið með hrísgrjónum og toppið með kóríander og smávegis lime safa


Afgangssúpan

Súpur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur á haustin. Afgangs grænmeti er tilvalið í slíka matargerð og hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þessa súpu. Hún er alltaf jafn bragðgóð og rjómakennd.

Hér vorum við að nota 1/4 seljurót sem var heldur betur orðin lúin ásamt 3 kartöflum og afgangs hrísgrjónanúðlum.

Ef þið eigið hrísgrjónanúðlur þá má setja þær í alveg í lokin og leyfa að sjóða í 8 mín. Þær draga í sig vatn svo stundum þarf að bæta aðeins á vatnið.

Afgangssúpan

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Súpan fyrir afgangsgrænmetið úr ísskápnum


Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í þessa súpu

Ingredients

  • 1 gulur laukur, saxaður
  • 4 hvítlauksgeirar, smátt skornir
  • 1,5 cm ferskt engifer, smátt skorið
  • 1/2 rauður chili, smátt skorinn
  • 1 msk karrí krydd
  • Olía til steikingar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 L Vatn
  • 1,5 msk grænmetiskraftur (2 teningar)
  • 1 tsk púðursykur
  • 2 góðar msk hnetusmjör
  • 5 msk soya sósa
  • Safi úr einu lime
  • Skvetta sherry edik
  • Afgangs grænmeti (til dæmis sæt kartafla, seljurót, gulrætur o.s.frv)
  • Toppað með:
  • Kóríander eða sprettum
  • Rauðum lauk, smjög þunnt skornum
  • Lime safa
  • Hnetum

Directions

  1. Steikið lauk, 4 hvítlauksgeira, engifer og 1/2 chili við miðlungshita í olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur
  2. Setjið 1 msk karrí saman við og steikið í 2 mín
  3. Bætið smátt skornu (afgangs) grænmeti ofan í pottinn og leyfið karrí kryddinu að þekja grænmetið
  4. Bætið 1L af vatni, 1,5msk af grænmetiskrafti og dós af hökkuðum tómötum út í og leyfið suðu að koma upp
  5. Bætið 2 msk af hnetusmjöri og 5 msk af soya sósu út í og smakkið súpuna. Hún á að vera svolítið sölt á þessum tímapunkti, en ekki of
  6. Þegar grænmetið er soðið og mjúkt er dós af kjúklingabaunum bætt út í ásamt dós af kókosmjólk
  7. Leyfið suðu að koma upp og smakkið til með lime, sherry ediki, soya sósu, hnetusmjöri og bætið 1 tsk af púður sykri út í ef súpan er örlítið of súr
  8. Ef þið eigið afgangs hrísgrjónanúðlur þá er um að gera að setja þær út í
  9. Toppið súpuskálarnar með kóríander eða sprettum, hnetum, rauðlauk og skvettu af lime safa (val)
  10. Berið fram með góðu brauði

Njótið!


Ristuð blómkálssúpa

Ristuð blómkálssúpa toppuð með ristuðum blómkálstoppum, vorlauk og örlitlu múskati.

Þetta er hin fullkomin haustsúpa og sú besta sem við höfum smakkað, án efa.

ATH uppskriftin passar fyrir tvo. Mun gera tvöfalda uppskrift næst.

Berið fram með góðu brauði – Njótið kæru Vistkerar.

Hluti hráefnisins

Ristuð blómkálssúpa

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Ristuð blómkálssúpa toppuð með ristuðum blómkálstoppum, vorlauk og örlitlu múskati


ATH þessi uppskrift hentar fyrir tvo

Ingredients

  • 1 stk blómkálshaus, skorinn í blómkálstoppa
  • 1 gulur laukur, saxaður
  • 1 sellerí eða lítill hluti af seljurót, niðurskorið
  • 1 gulrót, niðurskorin
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 grænmetisteningar
  • Olía
  • Salt og pipar
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • Eplasíderedik
  • Smjör
  • Múskat
  • Toppað með:
  • Vorlauk
  • Ristuðum blómkálstoppum
  • Örlitlu múskati

Directions

  1. Sáldrið olíu og salti yfir blómkálstoppa og bakið í 220° heitum ofni í ca 20 mín eða þar til karmelliseraðir
  2. Mýkið niðurskornar gulrætur, lauk, sellerí (eða seljurót) og hvítlauk í olíu í djúpum potti
  3. Útbúið soð með 1,5L af vatni og tveimur grænmetisteningum með því að sjóða það saman í litlum potti
  4. Setjið soð yfir mýkt grænmeti ásamt blómkálstoppum, geymið nokkra til að eiga sem topp yfir súpuna
  5. Leyfið suðu að koma upp og sjóðið í 20 mín
  6. Blandið öllu hráefni saman með töfrasprota
  7. Bætið 2msk af smjöri út í ásamt safa úr hálfri sítrónu og klípu af múskati
  8. Gott er að bæta við skvettu af eplasíderediki í lokin
  9. Toppið súpuskálarnar með blómkálstoppum, vorlauk og örlitlu múskati. Berið fram með góðu brauði.

Njótið!


Dásamleg fjallableikja

Dásamleg fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.

Fjallableikja

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.


Bleikjan

Ingredients

  • 2 fersk bleikjuflök
  • Möndluflögur, þurrristaðar á pönnu
  • Grænn chili, skorinn í litla bita
  • Limesafi úr hálfu lime
  • Salt
  • 2 msk olía til steikingar

Directions

  1. Skolið og þerrið fiskinn og stráið svo flögusalti yfir
  2. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita
  3. Steikið fiskinn á roðinu allan tímann
  4. Á meðan fiskurinn eldast er möndluflögum og chili stráð yfir fiskinn
  5. Þegar fiskurinn er fulleldaður er lime safa kreist yfir
  6. Fiskurinn ætti að vera með stökkt roð og ljósbleikur að ofan


Kínóa

Ingredients

  • 1 dl kínóa
  • 2 dl vatn
  • 1/2 grænmetisteningur
  • Klípa af Saffran
  • Smá salt
  • 1 msk þurrkaðar döðlur
  • Steinselja

Directions

  1. Setjið kínóa, vatn, hálfan grænmetistening, smá salt og saffran í pott með loki
  2. Leyfið suðu að koma upp og lækkið hitann en hafið pottinn lokaðan á meðan
  3. Leyfið kínóa að sjóða í 15 mín
  4. Takið af hellunni og leyfið að standa lokuðu í 5 mín
  5. Notið gaffal til að hræra döðlum saman við og stráið ferskri steinselju yfir


Sósa

Ingredients

  • 4 msk grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
  • Safi úr hálfri lime
  • Smá salt
  • 1 tsk hunang

Directions

  1. Blandið öllum hráefnum saman í litla skál og látið standa í nokkrar mínútur


Salat

Ingredients

  • Rósasalatblöð
  • Romaine salatblöð
  • 2 msk granateplafræ
  • 1/4 salatlaukur, smátt skorinn
  • 1/2 grænn chili, smátt skorinn
  • Góð ólífuolía
  • Smá sletta balsamic edik
  • Salt og pipar
  • Bakaðir tómatar (sjá uppskrift á síðunni „Hægeldaðir tómatar”, https://vistkerar.is/2021/05/18/haegeldadir-tomatar/ )

Directions

  1. Setjið öll hráefnin saman í miðlungsstóra skál


Taco veisla vistkera

Taco veisla vistkera með blómkáls-shawarma og svartbaunum.

Veislan samanstendur af nokkrum litlum einföldum uppskriftum sem koma svo saman sem ein heild ofan á litlar tortillur.

  • Litlar tortillur
  • Blómkáls-shawarma
  • Maukaðar svartbaunir
  • Hraðpikklaður rauðlaukur
  • Jógúrt-chipotle sósa
  • Pico de gallo
  • Guacamole
  • Toppað með:
    • Smátt skornu mango
    • Ferskum lime-safa
    • Tortilla chips

Ótrúlega ljúffeng, holl og fljótleg veisla sem gleður bragðlaukana. Tilvalið í sumar eða bara sem geggjaður föstudagsmatur.

Hitið tortillur í ofni. Setjið allt ofan á og njótið þessa ljúffengu mið-austurlensku og mexíkósku blöndu.

Taco veisla vistkera

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Taco veisla vistkera

Blómkáls-shawarma

Ingredients

  • Hálfur blómkálshaus
  • 2 msk shawarma kryddblanda
  • 4 msk bragðlaus olía
  • Lime safi
  • Salt

Directions

  1. Skerið blómkálshaus í toppa
  2. Blandið 2 msk af shawarma-kryddblöndu við 4 msk af olíu í skál
  3. Makið blómkálstoppum upp úr blöndunni
  4. Bakið við 200° í 20-25 mín
  5. Stráið örlitlu salti yfir í lokin og smávegis af lime-safa


Maukaðar svartbaunir

Ingredients

  • 1 dós svartbaunir
  • 1 tsk cumin duft
  • Ferskur kóríander
  • Olía til steikingar

Directions

  1. Skolið svartbaunirnar
  2. Steikið baunirnar í fáeinar mínútur upp úr örlítilli olíu, kryddið með cumin og smassið baunirnar með gaffli þannig að hluti þeirra sé maukaður
  3. Setjið í skál og stráið kóríander yfir


Hraðpikklaður rauðlaukur

Ingredients

  • 1 rauðlaukur
  • 1 msk sykur
  • 1 dl eplasíderedik
  • Salt

Directions

  1. Skerið rauðlauk í þunna strimla og setjið í skál
  2. Hellið yfir 1 dl af eplasíderediki, 1 msk af sykri og smávegis salti
  3. Hrærið saman og leyfið að standa í smá stund þar til rauðlaukurinn er orðinn fallega bleikur
  4. Einnig er gott að bragðbæta með smá sítrónusafa

Jógúrt-chipotle sósa

Ingredients

  • 4 msk jógúrt
  • 1-2 msk chipotle mauk
  • Salt
  • Safi úr hálfri lime

Directions

  1. Hrærið saman jógúrti og chipotle mauki. Bragðbætið með örlitlum lime safa þar til þið eruð sátt


Pico de gallo

Ingredients

  • 1 lítill hvítur laukur eða skarlottulaukur
  • 2 tómatar
  • Safi úr hálfri lime
  • Kóríander (eins mikið og þú vilt)
  • Salt

Directions

  1. Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt


Guacamole

Ingredients

  • 1 skarlottulaukur
  • 3 lítil avocado
  • 3 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 tsk hvítur pipar
  • Safi úr hálfri lime
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Skerið lauk smátt
  2. Maukið avocado
  3. Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
  4. Smakkið til þar til þið eruð ánægð


Toppað með

Ingredients

  • Smátt skorið mango
  • Ferskur lime safi
  • Tortilla flögur

Directions

  1. Mundu eftir að toppa tortillurnar með smátt skornu mango, ferskum lime-safa og tortilla flögum.

Njótið!