Sumartaco með marineruðum rækjum

Taco er svo einföld leið til að fá næringarríka, fjölbreytta og einfalda næringu sem hver og einn fjölskyldumeðlimur getur sett saman fyrir sig. Rækjurnar eru marineraðar í lime, olíu, kóríander, chili, cumen og salti sem gerir þær einstaklega ferskar og sumarlegar.

Guacamole finnst okkur algjörlega ómissandi í taco og þessi guacamole uppskrift er sú allra besta að okkar mati. Jógúrtið gerir það einstaklega rjómað og gott.

Þessi uppskrift er fyrir tvo, svo ef þið eruð fleiri þá þurfið þið að gera meira magn.

Taco tilbúið til að borða og njóta

Rækjutaco

  • Servings: 2
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Gómsætt taco með marineruðum rækjum, guacamole, pico de gallo og chili

Marineraðar rækjur. Það má nota þær heilar eða skera þær niður í 2-4 bita eftir steikingu, þannig er hægt að fá fleiri taco út úr færri rækjum.

Ingredients

  • 1 pakki frosnar íslenskar rækjur, afþýddar
  • Safi úr hálfu lime
  • Rifinn limebörkur af hálfu lime
  • 1,5msk olía
  • 1/4 chili, smátt saxaður
  • 3-4 stilkar kóríander, smátt saxað
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
  • 1/4 tsk cumin duft
  • Smá salt

Directions

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og leyfið rækjunum að merinerast í amk 15 mín
  2. Steikið rækjurnar (án safans af marineringunni) á meðalheitri pönnu í ca 1-1,5 mín eða þar til rækjurnar eru orðnar tilbúnar, passið að ofsteikja þær ekki.


Pico de gallo

Ingredients

  • 1 lítill hvítur laukur eða litill skarlottulaukur
  • 5 litlir tómatar
  • Safi úr hálfri lime
  • Kóríander (eins mikið og þú vilt)
  • Salt

Directions

  1. Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt


Guacamole

Ingredients

  • 1 skarlottulaukur
  • 2 lítil avocado
  • 2 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 tsk hvítur pipar
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • Safi úr hálfri sítrónu eða lime
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Skerið lauk smátt
  2. Maukið avocado
  3. Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
  4. Smakkið til þar til þið eruð ánægð


Toppað með

Ingredients

  • 1/4 grænt epli, skorið smátt
  • Chili eða jalapeno
  • Ferskur feta ostur
  • Tortilla snakk

Setjið allt hráefnið saman á litlar tortillur og njótið!


Basil pestó

Ljúffengt og einfalt basil pestó sem er ómissandi fyrir almennilegn dögurð (e. brunch), í salatið, á samlokur og í tómat basil súpuna okkar.

Við eigum yfirleitt alltaf til basilplöntu á eldhúsborðinu enda notum við basil mjög mikið í matargerð. Þegar plantan er orðin stór og við vitum ekki alveg hvort við séum að fara að nota hana í bráð þá hendum við í þetta pestó og notum það m.a. á brauð með hummus og avocado.

Hráefnið

Basil pestó

  • Servings: 4-6
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Einfalt basil pestó


Ómissandi fyrir almennilegn dögurð (e. brunch), í salatið, á samlokur og í tómat basil súpuna.

Ingredients

  • 1 búnt ferskt basil
  • 85 gr furuhnetur
  • 150 gr rifinn parmesan
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Góð ólífuolía
  • Salt og smá pipar

Directions

  1. Setjið allt hráefni í góðan blandara eða matvinnsluvél og blandið saman
  2. Metið magn ólífuolíu eftir hversu þykkt þið viljið hafa pestóið

Njótið!


Klístrað tófú – Vinsælasta uppskriftin

Lang vinsælasta uppskriftin okkar, enda virkilega gómsætt og kemur öllum á óvart.

Klístrað tófu á hrísgrjónabeði toppað með vorlauk, kóríander, chili, hnetum og lime.

Við fengum svona í matarboði hjá vinum okkar og þetta var svo unaðslega gott að við gerðum þetta aftur sömu vikuna. Þá gátum við ekki beðið eftir að byrja að borða að við gleymdum að taka almennilegar myndir. Vikuna eftir gerðum við réttinn fyrir fjölskylduna þar sem eru nokkrir matvandir sem gúffuðu þessu í sig og ekkert var eftir – Það er aldrei afgangur settur í ísskápinn þegar þessi réttur er í matinn.

Það er mikilvægt að kreysta allan safa úr tófúinu áður en það er notað. Við eigum það sem kallast tófúpressa sem gjörbreytir leiknum, en áður en við eignuðumst hana þá settum við tófúkubbinn í viskastykki og bækur ofan kubbinn og létum bíða í 20 mín. Ef þið hafið ekki tíma fyrir slíkt þá má alveg nota kubbinn beint, en þá verður áferðin aðeins mýkri.

Til að gera réttinn vegan þá þarf að skipta út smjörinu fyrir vegan smjör.

Tófúpressa / Mynd af instagram reikningi Vistkera
Hráefni réttsins
Tófúbitar þaktir maízenamjöli steiktir á pönnu

Klístrað tófú

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Klístrað tófu á hrísgrjónabeði toppað með vorlauk, kóríander, chili, hnetum og lime.


Þetta er lang vinsælasta uppskriftin okkar enda mjög einföld og gleður bragðlaukana.

Ingredients

  • 400gr stíft (firm) tofu, þerrað og skorið í litla ferninga
  • Olía til steikingar
  • Maisenamjöl
  • 5 msk smjör (eða vegan smjör)
  • 6 litlir skarlottulaukar, smátt saxaðir
  • 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • 1,5 msk ferskur engifer, smátt saxaður
  • 10 msk soya sósa
  • 2 msk sykur
  • 2 msk mulinn pipar (í morteli)
  • Rauður chili, smátt skorinn
  • 6 virlaukar, skornir í 3 mm bita
  • Toppað með:
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • 1 rauður chili, smátt skorinn (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)
  • 4 msk brotnar ristaðar kasjúhnetur, hnetur eða möndlur (gott að nota bara það sem er til :))
  • 2 vorlaukar, skornir í 3 mm bita
  • 1 lime, skorið í báta

Directions

  1. Ef tími gefst er gott að pressa tófúið og þerra það vel áður en það er skorið í ferninga
  2. Stráið maizenamjöli yfir tófúbitana þannig að það þekji bitana vel
  3. Hitið olíu á miðlungshita
  4. Steikið tófúbitana þar til gullin brúnt á öllum hliðum (gott extra stökkt)
  5. Setjið tófú til hliðar og fjarlægið olíuna af pönnunni
  6. Setjið smá olíu á pönnuna ásamt 4 msk af smjöri, hitið á miðlungshita
  7. Steikið saxaða laukinn, hvítlauk og engifer þar til mjúkt
  8. Bætið krömdum pipar og sykri út á pönnuna og hrærið
  9. Þegar sykurinn hefur bráðnað er 10msk af soya sósu bætt út í
  10. Hrærið öllu saman og bætið svo við chili og vorlauk
  11. Bætið nú tófúinu saman við þannig að allir bitarnir verða þaktir sósunni
  12. Bætið 1 msk af smjöri út á og leyfið því að bráðna á meðan hrært er
  13. Njótið með hrísgrjónum og toppið með ferskum vorlauk, kóríander, hnetum, chili og kreistið lime safa yfir

Njótið!


Dásamleg fjallableikja

Dásamleg fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.

Fjallableikja

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Fjallableikja með þurrristuðum möndlum, chili, saffran-kínóa og sumarsalati.


Bleikjan

Ingredients

  • 2 fersk bleikjuflök
  • Möndluflögur, þurrristaðar á pönnu
  • Grænn chili, skorinn í litla bita
  • Limesafi úr hálfu lime
  • Salt
  • 2 msk olía til steikingar

Directions

  1. Skolið og þerrið fiskinn og stráið svo flögusalti yfir
  2. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita
  3. Steikið fiskinn á roðinu allan tímann
  4. Á meðan fiskurinn eldast er möndluflögum og chili stráð yfir fiskinn
  5. Þegar fiskurinn er fulleldaður er lime safa kreist yfir
  6. Fiskurinn ætti að vera með stökkt roð og ljósbleikur að ofan


Kínóa

Ingredients

  • 1 dl kínóa
  • 2 dl vatn
  • 1/2 grænmetisteningur
  • Klípa af Saffran
  • Smá salt
  • 1 msk þurrkaðar döðlur
  • Steinselja

Directions

  1. Setjið kínóa, vatn, hálfan grænmetistening, smá salt og saffran í pott með loki
  2. Leyfið suðu að koma upp og lækkið hitann en hafið pottinn lokaðan á meðan
  3. Leyfið kínóa að sjóða í 15 mín
  4. Takið af hellunni og leyfið að standa lokuðu í 5 mín
  5. Notið gaffal til að hræra döðlum saman við og stráið ferskri steinselju yfir


Sósa

Ingredients

  • 4 msk grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
  • Safi úr hálfri lime
  • Smá salt
  • 1 tsk hunang

Directions

  1. Blandið öllum hráefnum saman í litla skál og látið standa í nokkrar mínútur


Salat

Ingredients

  • Rósasalatblöð
  • Romaine salatblöð
  • 2 msk granateplafræ
  • 1/4 salatlaukur, smátt skorinn
  • 1/2 grænn chili, smátt skorinn
  • Góð ólífuolía
  • Smá sletta balsamic edik
  • Salt og pipar
  • Bakaðir tómatar (sjá uppskrift á síðunni „Hægeldaðir tómatar”, https://vistkerar.is/2021/05/18/haegeldadir-tomatar/ )

Directions

  1. Setjið öll hráefnin saman í miðlungsstóra skál


Spaghettí bolognese

Gómsætt Spaghettí Bolognese sem fjölskyldan gúffaði í sig.

Gardein hakkið er í miklu uppáhaldi og það fæst í frystinum í Krónunni. Ef það er ekki til þá kaupum við yfirleitt vegan hakkið frá Anamma sem er líka mjög gott (sjá mynd). Það er líka hægt að gera þessa uppskrift með brúnum linsubaunum en þá þarf að gera ráð fyrir aðeins meiri vökva svo linsurnar verði mjúkar og góðar.

Spaghettí Bolognese

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Vistkeravænt Spaghettí Bolognese

Ingredients

  • 400 gr heilhveiti spaghettí
  • 2 msk hitaþolin ólífuolía
  • 2 stilkar sellerí
  • 2 gulrætur
  • 2 gulir laukar
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 3 stilkar ferskt rósmarín
  • 1 poki vegan hakk (t.d. Gardein eða Anamma)
  • Salt og pipar
  • 2 dósir góðir tómatar (Mutti)
  • 2 tsk oregano
  • Búnt af basilikku, saxað
  • 2 lárviðarlauf
  • 2 msk tómatpúrra
  • 2 grænmetisteningar
  • 1 rauður chili, saxaður (sleppið fræjum ef þið viljið ekki hafa réttinn sterkan)
  • 125 ml rauðvín (má sleppa en gefur rosalega gott bragð)
  • 7 litlir tómatar
  • 75gr parmesan ostur
  • 1 msk chiliolía

Directions

  1. Skerið sellerí, gulrætur, lauk og hvítlauk smátt
  2. Saxið rósmarínlauf
  3. Hitið olíu í góðum potti á miðlungshita
  4. Steikið vegan hakkið í pottinum og setjið hakkið svo í skál og geymið
  5. Svitið grænmeti í 10 mín ásamt rósmarín í sama potti án þess að þrífa á milli, hrærið reglulega þar til grænmetið er orðið mjúkt
  6. Setjið tómata úr dós, oregano, saxaða basilikku, lárviðarlauf, tómatpúrru, grænmetisteninga, chili og rauðvín ofan í pottinn og hrærið vel
  7. Leyfið suðu að oma upp og sjóðið í 1 klst og 15 mín
  8. Á meðan sósan sýðyr, rífið niður 75 gr af parmesan osti og setjið til hliðar
  9. Þegar búið er að sjóða sósuna er spaghettí soðið í vel söltu vatni skv. leiðbeiningum á pakka
  10. Bætið parmesan osti og steiktu hakki út í sósuna og smakkið til með salti, pipar og chili olíu
  11. Ef sósan er súr þá má bæta örlitlum sykri ofan í, en það er yfirleitt óþarfi
  12. Njótið með extra parmesan og ferskri basilikku

Njótið!


Hægeldaðir tómatar

Þessir hægelduðu tómatar byrjuðu sem meðlæti ofan í tómatsúpu og eru orðnir ómissandi í ísskápinn okkar í dag.

Notist sem álegg á pizzu, ofan í salat, ofan í tómatsúpu eða jafnvel sem snarl á milli máltíða. Þeir endast mjög vel í lokuðu íláti.

Við kaupum oft heilsu-, piccolo- eða kirsuberjatómata á síðasta sjens í matvörubúðunum því þeir henta svo vel í þessa uppskrift.

Bakaðir tómatar

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Hægeldaðir tómatar með hvítlauksolíu, blóðbergi og flórsykri

Hægt er að nota ýmsar tegundir tómata í þessa uppskrift, en við notum yfirleitt þessa minni (piccolo-, heilsu- eða kirsuberjatómata).

Ingredients

  • 2-3 öskjur af litlum tómötum
  • 3-4 stilkar ferskt blóðberg (e. timian)
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • Ólífuolía
  • Flórsykur

Directions

  1. Hitið ofninn í 110°með blæstri
  2. Kreistið hvítlauksgeira ofan í litla skál
  3. Bætið ólífuolíu í skálina og hrærið hvítlauknum saman við, setjið til hliðar
  4. Skerið tómata í tvennt og raðiðr í eldfast mót
  5. Dreifið hvítlauksolíunni yfir tómatana
  6. Setjið blóðbergsstilka ofan á
  7. Dreifið flórsykri yfir þannig að það sé smá snjór yfir öllum tómötunum
  8. Bakið tómatana í miðjum ofni í 3 klst


Heimagert sætkartöflusnakk

Þetta sætkartöflusnakk kom virkilega skemmtilega á óvart. Frábært sem snakk eitt og sér eða sem meðlæti og gefur ýmsum réttum þetta „kröns“ sem vantar oft. Þegar við djúpsteikjum kartöflum glerjast þær.

Mikið af snakkinu sem við fáum í búðum inniheldur pálmaolíu og viljum við gera okkar besta til að forðst það og helst sniðganga.

Kartöflurnar fyrir steikingu
Kartöflurnar tilbúnar til átu

Sætkartöflusnakk

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Þetta sætkartöflusnakk kom skemmtilega á óvart.


Hægt er að nota venjulega sæta kartöflu eða gullauga í stað fjólubláu sætu kartöflunnar, en fjóliblái liturinn gefur þessu skemmtilegt yfirbragð.

Ingredients

  • 1 sæt kartafla, fjólublá í þessu tilviki
  • Bragðlaus steikningarolía
  • Salt

Directions

  1. Afhýðið kartöfluna
  2. Skerið með mandolíni í þunnar sneiðar ofan í skál með ísköldu vatni
  3. Látið bíða í kalda vatninu í 30 mín
  4. Hellið vatninu af
  5. Setjið nýtt vatn í skálina með sneiðunum og bætið 3msk af salti í vatnið
  6. Látið standa aðrar 30 mín
  7. Hellið vatninu af
  8. Þerrið sneiðarnar vel
  9. Hitið olíu í potti við 175° og steikið sneiðarnar í litlum skömmtum
  10. Passið að olían kólnar meira ef mikið er sett út í hana í einu, við viljum halda olíunni heitri
  11. Þerrið sneiðarnar á pappír og leyfið þeim að kólna
  12. Saltið


Bakað blómál, innblásið af Sumac

Þessi uppskrift er innblásin af heimsókn okkar á Sumac á Laugarveginum. Bakaða blómkálið kemur öllum á óvart og hentar vel sem aðalréttur. Tilvalið að hafa flatbrauð og hummus sem meðlæti. Hálft stórt blómkál passar fyrir einn fullorðinn ásamt meðlæti.

Bakað blómkál

  • Servings: 2-4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Guðdómlegt bakað blómkál sem kemur öllum á óvart.


Blómkál

Ingredients

  • 1 stór blómkálshaus, skorinn í tvennt
  • Ólífuolía
  • Sumac krydd
  • Safi út hálfri sítrónu
  • Granateplafræ
  • Möndluflögur, þurrristaðar á pönnu

Directions

  1. Hitið ofn í 190°með blæstri
  2. Skerið blómkál til helminga og kreistið sítrónusafa yfir, saltið og berið olíu yfir helmingana þannig að olían þekji yfirborðið
  3. Kryddið með sumac kryddi
  4. Bakið í miðjum ofni í ca 20-30 mín eða þar til blómkálið er fallega gyllt og mjúkt að innan


Tahini sósa

Ingredients

  • 1/2 krukka gott tahini (helst ljóst). Við mælum með Tahini frá Istanbul Market á Grensásvegi.
  • 4 hvítlauksgeirar
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1/2 tsk salt
  • Klípa af cumin kryddi
  • Ísvatn, ískalt vatn sett ofan í skál með nokkrum klökum

Directions

  1. Saxið hvítlauk smátt og setjið í litla skál með sítrónusafanum. Leyfið hvítlauknum að marinerast í 10 mín
  2. Sigtið hvítlaukinn frá, passið að pressa allan safa úr hvítlauknum til að fá allt bragðið ofan í sítrónusafann, fjarlægið hvítlaukinn
  3. Bætið tahini, salti og cumen saman við sítrónusafann og hrærið vel
  4. Bætið tveimur matskeiðum af ísvatni við blönduna og hrærið vel
  5. Bætið öðrum tveimur matskeiðum af ísvatni saman við og hrærið. Endirtakið þangað til blandan er orðin silkimjúl og ljós á lit
  6. Smakkið til með sítrónu, salti og cumen
  7. Setjið blómkálshelminga á disk og smyrjið tahini sósunni yfir blómkálið. Strái ðsíðan þurrristuðum möndluflögum yfir ásamt granateplafræjum.

Heimagert pítubrauð ásamt hummus er tilvalið sem meðlæti


Kassískur HUMMUS

Einfaldur, silkimjúkur og guðdómlega góður heimagerður HUMMUS.

HUMMUS er hægt að nota sem meðlæti, ídýfu, ofan á flatköku eða súrdeigsbrauð eða hvað sem er, hann er svo góður.

Við mælum sérstaklega með að fjárfesta í góðu tahini, til dæmis það sem er myndað hér fyrir neðan úr Istanbúl market á Grensásvegi.

Satt að segja gerum við tvöfalda uppskrift í hvert skipti þar sem við notum hummus í svo margt.

Besta tahini sem við höfum smakkað, úr Istanbúl market á Grensásvegi

Hráefni

  • 1 dós kjúklingabaunir eða 80gr af þurrkuðum ef notaðar eru baunir úr poka (verður ca 240gr þegar búið er að leggja í bleyti og sjóða)
  • 125 gr gott tahini
  • 2 hvítlauksgeirar, smátt skornir og snögglega steiktir upp úr steikningarolíu
  • Sítrónusafi úr einni sítrónu
  • 1 tsk cumin krydd
  • Salt
  • Toppur, sett ofan á humusinn:
  • Nokkrar kjúklingabaunir
  • Steinselja
  • Sumac krydd (val)
  • Góð ólífuolía

Aðferð

  1. Sigtið kjúklingabaunirnar frá safanum og setjið safann til hliðar*
  2. Fjarlægið húðina af kjúklingabaununum – þetta gerir hummusinn silkimjúkann
  3. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél
  4. Leyfið blandaranum að vinna á miðlungsstillingu þangað til hummusinn verður mjúkur
  5. Þynnið hummusinn ef þarf með ísköldu vatni
  6. Smakkið til með salti, sítrónusafa, cumin kryddi og jafnvel auka hvítlauksgeira eða smávegis af tahini

*ef notaðar eru þurrkaðar baunir þarf að fylgja eftirfarandi skrefum :

  1. Leggðu baunir í bleyti með vatni og 1 tsk matarsóda yfir nótt
  2. Taktu vatnið af og settu baunirnar í pott ásamt vatni og 1 tsk matarsóda og leyfðu að sjóða í 20-30 mín eða þar til baunirnar verða alveg mjúkar (hægt að kremja milli tveggja putta)
  3. Sjáið á myndbandinu hér fyrir neðan hvernig hýðið flýtur í vatninu – taktu það frá og passaðu að detta ekki í einhverja smámunasemi – það er allt í góðu þó eitthvað hýði sé eftir!
Reel myndband af instagram síðu vistkera. Hér sést hvernig hýðið á baununum flýtur eftir suðu.

Verði ykkur að góðu.


Taco veisla vistkera

Taco veisla vistkera með blómkáls-shawarma og svartbaunum.

Veislan samanstendur af nokkrum litlum einföldum uppskriftum sem koma svo saman sem ein heild ofan á litlar tortillur.

  • Litlar tortillur
  • Blómkáls-shawarma
  • Maukaðar svartbaunir
  • Hraðpikklaður rauðlaukur
  • Jógúrt-chipotle sósa
  • Pico de gallo
  • Guacamole
  • Toppað með:
    • Smátt skornu mango
    • Ferskum lime-safa
    • Tortilla chips

Ótrúlega ljúffeng, holl og fljótleg veisla sem gleður bragðlaukana. Tilvalið í sumar eða bara sem geggjaður föstudagsmatur.

Hitið tortillur í ofni. Setjið allt ofan á og njótið þessa ljúffengu mið-austurlensku og mexíkósku blöndu.

Taco veisla vistkera

  • Servings: 4
  • Difficulty: Auðvelt
  • Rating: ★★★★★
  • Print

Taco veisla vistkera

Blómkáls-shawarma

Ingredients

  • Hálfur blómkálshaus
  • 2 msk shawarma kryddblanda
  • 4 msk bragðlaus olía
  • Lime safi
  • Salt

Directions

  1. Skerið blómkálshaus í toppa
  2. Blandið 2 msk af shawarma-kryddblöndu við 4 msk af olíu í skál
  3. Makið blómkálstoppum upp úr blöndunni
  4. Bakið við 200° í 20-25 mín
  5. Stráið örlitlu salti yfir í lokin og smávegis af lime-safa


Maukaðar svartbaunir

Ingredients

  • 1 dós svartbaunir
  • 1 tsk cumin duft
  • Ferskur kóríander
  • Olía til steikingar

Directions

  1. Skolið svartbaunirnar
  2. Steikið baunirnar í fáeinar mínútur upp úr örlítilli olíu, kryddið með cumin og smassið baunirnar með gaffli þannig að hluti þeirra sé maukaður
  3. Setjið í skál og stráið kóríander yfir


Hraðpikklaður rauðlaukur

Ingredients

  • 1 rauðlaukur
  • 1 msk sykur
  • 1 dl eplasíderedik
  • Salt

Directions

  1. Skerið rauðlauk í þunna strimla og setjið í skál
  2. Hellið yfir 1 dl af eplasíderediki, 1 msk af sykri og smávegis salti
  3. Hrærið saman og leyfið að standa í smá stund þar til rauðlaukurinn er orðinn fallega bleikur
  4. Einnig er gott að bragðbæta með smá sítrónusafa

Jógúrt-chipotle sósa

Ingredients

  • 4 msk jógúrt
  • 1-2 msk chipotle mauk
  • Salt
  • Safi úr hálfri lime

Directions

  1. Hrærið saman jógúrti og chipotle mauki. Bragðbætið með örlitlum lime safa þar til þið eruð sátt


Pico de gallo

Ingredients

  • 1 lítill hvítur laukur eða skarlottulaukur
  • 2 tómatar
  • Safi úr hálfri lime
  • Kóríander (eins mikið og þú vilt)
  • Salt

Directions

  1. Saxið lauk og tómata smátt og hrærið saman við kóríander, lime safa og örlítið salt


Guacamole

Ingredients

  • 1 skarlottulaukur
  • 3 lítil avocado
  • 3 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • 1 tsk hvítur pipar
  • Safi úr hálfri lime
  • 1/2 tsk salt

Directions

  1. Skerið lauk smátt
  2. Maukið avocado
  3. Blandið lauknum saman við avocado maukið ásamt jógúrti, hvítum pipar, lime safa og salti eftir smekk
  4. Smakkið til þar til þið eruð ánægð


Toppað með

Ingredients

  • Smátt skorið mango
  • Ferskur lime safi
  • Tortilla flögur

Directions

  1. Mundu eftir að toppa tortillurnar með smátt skornu mango, ferskum lime-safa og tortilla flögum.

Njótið!