Þessi súpa er algjörlega frábær. Það mætti segja að þetta væri tómat súpa fyrir lengra komna.
Uppskriftin af einföldu basil pestó má finna á síðunni og svo er ómissandi að hafa gott brauð með. Hér notuðum við súrdeigsbrauð sem við áttum í frystinum, skelltum á það hvítlauksolíu og salti og hituðu í ofni, góð nýting á gömlu brauði sem annars hefði endað í ruslinu.
Það er hægt að gera uppskriftina alveg vegan með kókosmjólk í stað rjóma, smjörlíkis í stað smjörs og vegan basil pestós.



Tómatsúpa

Gómsæt tómatsúpa með basil pestó toppuð með graslauk
Ingredients
- 150 gr smjör
- 2 msk hrásykur
- 2 Blaðlaukar, smátt skornir
- 2 sellerístilkar, smátt skornir
- Stór laukur, saxaður
- 3 hvítlaukskeirar, saxaðir
- 1 grein timian
- Salt og pipar
- 1/4 tsk cayenne pipar
- 2 lárviðarlauf
- 3 msk grænmetiskraftur
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 170 gr tómatpúrra
- 1/2 L rjómi
- 1 1/2 L vatn
- Basil pestó (uppskrift á síðunni)
- Sletta af sherry
- Sherry edik
- 6 tómtatar, fræhreinsaðir og skornir í litla bita
- Ferskur graslaukur, smátt skorinn
Directions
- Bræðið smjör í stórum potti við miðlungshita og bætið hrásykrinum út í þar til leysist upp
- Bætið blaðlauk, lauk, sellerí og hvítlauk ofan í í um 10 mín eða þar til mjúkt
- Bætið öllu kryddinu saman við ásamt grænmetiskrafinum og hrærið vel
- Setjið tómata úr dós og tómatpúrru saman við og hrærið
- Bætið vatni saman við og leyfið suðu að koma upp, sjóðið í 30 mín
- Veiðið timian stilknum og lárviðarlaufunum upp úr pottinum
- Bætið við rjóma, svkettu af sherry og 2/3 af pestó uppskriftinni saman við
- Maukið súpuna með töfrasprota og leyfið rjómanum að hitna í gegn
- Bætið fersku tómötunum saman og við leyfið að hita í gegn
- Berið fram með góðu brauði og toppið með graslauk og smá pestó







