Fæðuhringur Vistkera

Vistkerafæði (e. planetary health diet) er fjölbreytt mataræði sem útilokar ekkert, en heldur neyslu dýraafurða í lágmarki. Fæðuhringur vistkerafæðis er hugsaður sem viðmið fyrir fullorðna einstkalinga.

Hefðbundinn matardiskur inniheldur grænmeti og ávexti á helming disksins á meðan hinn helmingur disksins inniheldur aðallega heilkorn, jurtaprótein (baunir, linsur, hnetur og fræ), ómettaðar jurtaolíur ásamt dýra- og mjólkurpróteini í lágmarki ásamt smávegis af viðbættum sykri og mjölríku grænmeti.

Mataræðið er mjög sveigjanlegt og leyfir einstaklingnum að aðlaga það að sínum þörfum og menningarhefðum. Græmetis- og grænkerafæði (e. vegan) eru dæmi um mataræði sem falla vel undir hugmyndina um vistkerafæði en er val hvers og eins.

Fæðuhringur Vistkera

“Can we feed a future population of 10 billion people a healthy diet within planetary boundaries?”

The EAT-Lancet Commission