Hvað er Vistkeri?

Vistkeri er einstaklingur sem borðar umhverfis-, loftslagsvænt og heilsusamlegt mataræði sem er bæði bragðgott og skemmtilegt. Vistkerafæði útilokar ekkert, en heldur neyslu dýraafurða í lágmarki.

Vistkerafæði er mataræði sem búið var til af næringarfræðingum og öðru vísindafólki sem vildu svara spurningunni:

Getum við brauðfætt 10 milljarða manna án þess að ganga á auðlindir Jarðarinnar?

Svarið er já, en það er ómögulegt án þess að breyta mataræði jarðarbúa, bæta matvælaframleiðslu og minnka matarsóun. Vistkerafæði er heilsusamlegt og til þess fallið að draga úr lífstílstengdum sjúkdómum.

Fjallað var um vistkerafæði í Nýjasta tækni og vísindi á RÚV haustið 2020.

Hægt er að lesa sig til um fæðuhring Vistkera hér.

Fyrir áhugasama er samantekt EAT-Lancet í þessari skýrslu.